Ég er í vandræðum
Ég veit nefnilega ekki alveg hvað ég á að fá mér í morgunmat þegar ég vakna svona til þess að fara í leikfimi. Ekki fæ ég mér morgunmat áður en ég fer. Þegar ég er búinn, þá er ég yfirleit orðinn vel seinn, svo ekki næ ég að stoppa á leiðinni í vinnuna. En eitthvað verð ég að borða. Hvað skildi henta vel? Á ég að koma mér upp birgðum af haframjöli í vinnunni? Gerast áskrifandi í einhverju góðu bakaríi? Kannski málið sér að koma sér upp blender í vinnunni. Eiga hér dunka af skyri og ávextum. Núna áðan var ég t.d. svo ferlega svangur eftir hreyfinguna að ég kom við í bakaríi. Þar verður freistingin að kaupa sér eitthvað sæt alveg ferleg fyrir svona sykurfíkil eins og mig. Eitthvað þarf ég að gera varðandi þennan morgunmat. Eigið þið töfralausn handa mér?
Ummæli
Eftir tímann; haframjöl og rúsínur, vætt í köldu vatni. Hægt að geyma í vinnu eða koma með að heiman. Sá einkaþjálfara mæla með þessari hafragrautsblöndu, hægt að krydda með kanil og svoleiðis til bragð- og yndisauka.
I think I'll pass.
Epli geta gert magan súran að morgni, annað ef það er í hádegi eða eftirmiðdagur fyrir æfingu. Fínt að fá sér einn LGG og væna lögg af vatni.
Eftir æfingu er gott að láta ca 30 mínútur líða og fá sér svo Skyr.is eða abt mjólk með músli eða eitthvað slíkt í fljótlegu þægilegu formi. Prótein bar er líka sniðugt fyrirbæri, en smekksatriði hverja þeirra maður fílar. Banani eða epli með og þú ert settur.
Rúsínu, hnetu og möndlumix á vinnu borðinu - þurrt í skál n.b. ekkert vatnssull - svona til að maula í nart og sætu þörfinni.
Fá sér svo góðan hádegisverð, ríkan af kolvetnum og próteini:-) Salat með pasta og túnfisk?
Hins vegar hef ég komist upp á lag með að borða svona shake á morgnana. Slatti af ávöxtum, skyr og gúddí stöffi. Þetta svínvirkar. Vaknaðu bara 10 mín fyrr og settu þetta saman í vinnunni ef þú þarft.
Fyrirhöfnin er hverfandi.