Tony Wilson er vond fyrirmynd

Ég las ferlega skemmtilega grein á vefnum í gær. Kannski fannst mér hún skemmtilegust vegan þess að hún höfðaði til mín á svo margvíslegan hátt. Hún stemmir líka alveg við þema vikunar. Mig langar alveg rosalega til þess að vísa þér inn á þessa grein. En vandamálið er að ég gleymdi að setja hana inn á Del.icio.us. Ég er ekki við sömu tölvu og ég notaði til þess að lesa greinina í gær og núna finn ég hana ekki aftur. En ég gafst ekki upp. Með hjálp Google þá gekk þetta á endanum.

Greinin er nefnilega fjandi skemmtileg. Hún fjallaði nefnilega um 3 hluti sem ég þekki ágætlega. Vefmál. Viðskitpi og 24 Hour Party People. Ekki vegna þess að ég hafi horft endalaust á 24 hour party people. Heldur vegna þess að ég upplifði tímabilið og þekki söguna. Allir á mínum aldri sem upplifðu eitthvað svipað og ég tengja “Love Can Tear You Apart” beint við ákveðna hluti. Sem greinin fjallar um. En ekki til þess að rifja upp þessi ár. Eða tala um hvað þetta hafi verið æðislegt. Finnst nefnilega svona endurminninga alltaf svolítil “nostalklíja” eins og Einar Örn orðaði það einhvern tíma.

Punkturinn í greininni er nefnilega sá að við gætum ýmislegt lært af Tony Wilson. Eiginlega bæri okkur skilda til þess að forðast að lenda í sömu sporum og Tony. Greinarhöfundur byrjaði á því að setja þetta fram í hnotskurn fyrir fólk með athyglisbrest eða of lítinn tíma.

Web 1.0: You have a herd of cows. You slap banner ads on them and go public.

Web 2.0: You have a herd of purple cows that attracts people from all over. You care for and feed the cows, but your visitors take all the milk for free.”

Ég mæli eindregið með lestri á þessari grein. Ekki bara út af tengingunni við 24 Hour Party People. Kannski frekar út af viðskipta þættinum. Ég man nefnilega vel árin í kringum árþúsundið þegar ekki virtist skipta máli hversu vond hugmyndin var. Einhver var alltaf nógu vitlaus til þess að halda að hún myndi ganga upp. Endilega förum ekki aftur á þær slóðir.

Annars finnst mér athyglisvert að fylgjast með atburðunum í Frakklandi. Þótt ekki væri nema vegna sögulegrar hefðar Frakka fyrir reglulegum byltingum. Þetta er greinilega ekkert smámál eins og kortið hérna fyrir neðan (það er hægt að sjá myndina í fullri stærð með því að smella á hana) sýnir ljóslega. En þetta með kókið í Mexíkó kemur mér á óvart.


Ummæli

Blinda sagði…
Var að tala við vinkonu í France. Hún kannast ekki við neitt?????
Simmi sagði…
Já - er þetta ekki eins og með annað - sést mest í sjónvarpinu en svo veit maður varla af því sjálfur. Hef oftar en ekki lesið um unglingaólætin í garðinum við heimilið - en sjálfur varla séð krakkagrey þar:-)

Vinsælar færslur