Stafræn skjölun er málið

Ég sigraðist á skattskýrlunni minni í gær. Það sem bjargaði málunum var að ég fann mína síðustu. Vandlega faldar á vef RSK.is. Málið er nefnilega að ég er orðin svo rafvæddur að ég prenta ekki lengur neitt út. Á ekki einu sinni prentara heima hjá mér. Hef ekki þurft að prenta neitt út heima hjá mér, nema reyndar skattaskýrsluna. En núna er síðasta ástæða þess að fá sér prentara horfin. Ég sæki nefnilega allar skýrslurnar mínar gömlu í PDF.

Þegar ég var yngri þar var mikið talað um eitthvað sem hét papírslausa skrifstofan. Öll skjöl áttu að verða rafræn. Fyrir 10 árum þá lærði ég að tala um papír sem “dead tree copy” og að mun auðveldara er að dreifa stafrænum útgáfum. Þess vegna finnst mér skemmtilegt að RSK.is gengur fram með góðu fordæmi varðandi rafræna skjölun. Því við fornleyfa rannsóknir þá rakst ég á þessa skemmtilegu lesningu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru örfilmur venjulegar 35 mm filmur eins og notaðar eru í ljósmyndavélar. Síðan voru notaðir sérstakir örfilmulesarar sem stækkuðu myndina til þess að hægt væri að skoða efnið.

“Allt frá því að sá orðrómur barst fyrir u.þ.b. tuttugu árum þess efnis, að IBM hefði sett upp pappírslausa skrifstofu í tilraunarskyni, hefur verið talið, að pappírslausa skrifstofan væri í sjónmáli. Hún er hins vegar ekki á næsta leiti nú fremur en þá og verður trúlega aldrei að veruleika, þó svo að ný tækni hafi gert það mögulegt að varðveita öll skjöl í tölvutæku formi. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki er hagkvæmt né skynsamlegt að geyma öll skjöl eingöngu í tölvutæku formi og miklu máli skiptir að huga vel að því, hvaða skjöl má einungis geyma í tölvutæku formi og hvaða skjöl verður ennfremur að varðveita á pappír eða á örfilmum.” - SKJALASTJÓRN HJÁ FYRIRTÆKJUM OG TÖLVUTÆKNIN e. Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur. Bókasafnið 19. árg. 1995 s. 89 - 90. Greinin birtist í styttri útgáfu í Morgunblaðinu 3. nóvember 1994.

En það er samt sem áður þannig að það er þetta sama fyrirbæri (Ríkisskattstjóri) sem gerir hvað mestar kröfur um pappír. Þannig eru t.d. í gildi lög sem segja að viðskipti verði að gefa af sér nótur í 3 riti. Á pappír. Ég fæ sendan póst heim til mín þegar það koma sendingar frá Amazon. Mér hefur ekki ennþá verið boðið að skrásetja netfang og losna við kostnaðinn á bréfsendingunni. Sem þýðir að ríkið er að fá meira í vasan af þessu en nemur útlögðum kostnaði. Svo er allt pappírsflóðið sem fylgir t.d. eignakaupum og sölu. Þetta þurfum við allt að eiga til í amk. 6 ár. Sumt getur borgað sig að halda í miklu lengur. En þetta fer minnkandi.

Ástæðan eru rafræn yfirlit. Þau eru í geymslu hjá viðskiptabankanum mínum. Sem geymir þau um aldur og ævi. Eða það held ég. Í það minnsta eins lengi og ég þarf að eiga þau til. Ég geymi líka myndirnar mínar allar hjá Yahoo. Held að þeir hugsi betur um back-up en ég sjálfur. Á ekki von á því að stafræntækni breytist úr 1 og 0 neitt á næstunni. En ætla samt að eiga myndir á pappír líka. Finnst það svo margfalt skemmtilegra að sitja með ljósmyndaalbúmið á hnjánum og skoða. Eða er íhaldsemin bara alveg að drepa mig? Sýnist vera að verða komið þema fyrir færslur vikunar.

En svo er eins gott að hegða sér eins og maður – skilst að þetta sé næsta skrefið hjá Sony fyrir Playstation 3.

Ummæli

Blinda sagði…
Þegar að ég skrifaði BA ritgerð mína fyrir 10 árum var öllu flett upp á svona filmum. Þá var ekkert msn - og e mail voðalega nýtt fyrirbæri og fáir með það. Fyndið.

Annars er ég sammála með myndaalbúmin. Finnst synd að flettingurinn er að hverfa og ekki lengur til ein asnaleg mynd af neinum, því hún er strokuð út :-)
Simmi sagði…
Usss...tíminn og tískan sér alveg um að búa til asnalegu myndirnar - alveg klár á því. En við erum að verða steingervingar í þessu er ég hræddur um - kannski ég skrifi næst um dead media vefinn...hmmm góð hugmynd:-)
Blinda sagði…
Jú, það er víst rétt. Tíminn sér um sitt. :-)

Dead media........endilega!

Varstu búinn að kíkja á póstinn þinn?

Vinsælar færslur