Nútíma innheimtuaðferðir

Ég átti erindi inn á Laugaveg í dag. Ekkert sérstaklega merkilegt við það. Reyndar heldur ekkert sérlega merkilegt erindi. En sem ég sat í bílnum mínum og beið eftir að komast yfir Snorrabrautina þá varð mér litið á húsið á horninu. Þarna með innheimtuþjónustunni. Þetta er tiltölulega nýlegt hús. Þeir sem þar starfa eru í löglegri innheimtuþjónustu. Þetta er ekki félagsheimili handrukkara. Nei þarna eru nútímalegar innheimtuaðgerðir í gangi. Eða það eru skilaboðin sem eru skrifuð á gluggana. Það furðulega er að myndefnið sem er notað með þessum skilaboðum eru íslenskir 10 og 50 aurar. Eitthvað sem mig grunar að flest okkar eigi orðið erfitt með að muna hvernig líta út. Skil bókstaflega ekkert í því að útrunnin mynt geti átt sérlega vel við um nútímalega vinnubrögð í skulda innheimtu. Kannski þetta séu bara handrukkarar eftir allt saman.

En ég keyri voða varlega þessa dagana. Vantar ekki fleiri sektir. Ekki samt eins og ég keyri alveg eins og MF hina dagana. Eða ekki held ég. Var líka næstum því lentur í hroðalegum árekstri um daginn. Málið er að ég bý í 220 en sæki vinnu mína inn í 101. Þetta þýðir að á hverjum degi þarf ég að keyra heim upp Öskjuhlíðina. Þar eru 2 akreinar og hefur skapast sú hefð að á hægri akrein er ævinlega mikil biðröð. Oftar en ekki er hins vegar lítil umferð á þeirri vinstri. Það er því freistandi að aka þá vinstri og koma sér svo bara yfir á hægri akreinina alveg á síðustu stundu til þess að komast inn á leiðina út í Hafnarfjörð. Málið er hins vegar að ég lenti í einhverju sem ég hef aldrei áður lent um daginn. Það er sem sagt þannig að þeir sem eru í biðröðinni, ákveða að þeirri vilji frekar vera á vinstri akrein. Og framkvæma því beygju yfir á vinstri akrein. Án þess að sýna stefnuljós eða yfirleit spá nokkuð í hvort það sé umferð á vinstri akrein. Ég endaði upp á umferðareyju til þess að keyra ekki aftan á einn svona snilling.  

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mynt? Hvað er mynt? Ég er bara með svona kort úr plasti.

Vinsælar færslur