Til hamingju með daginn
Í gær átti amma mín afmæli. Ég er svo slæmur við að muna afmælisdaga að það þurfti auðvitað að minna mig á þetta. Amma er núna komin í ámingartólið mitt. Amma mín er búin að lifa í fullt af árum. Þegar hún fæddist var Ísland hluti af Danmörku. Hún var 5 ára þegar við fengum fullveldi. Amma mín er því af kreppukynslóðinni. Fyrir fólk af minni kynslóð (eða yngra) er einfaldlega ómögulegt að skilja við hvaða aðstæður þetta fólk bjó.
Ég hef samt heimsótt þær slóðir sem amma mín ólst upp á. Skoðað kirkjugarðinn þar sem forfeður og mæður hvíla. Veit hvar ræturnar liggja. En ég er samt engu nær að skilja þann raunveruleika sem þetta fólk bjó við. Engin sími. Ekkert útvarp. Ekkert rafmagn. Engin hitaveit. Engin vatnsveita. Samt var þetta stórhuga og bjartsýnt fólk. Þótt hægt færi, þá voru straumar nútímans að sækja hingað. Þess vegna er þessi færsla tileinkuð ömmu.
Á þeim tíma sem amma mín var að vaxa úr grasi þá var bannað að drekka brennivín á Íslandi. Enda er amma mín algjör bindindiskona. Ekki svona predikandi samt. Hún bara drekkur ekki og hefur aldrei gert. Í dag finnst okkur þetta viðhorf mjög undarlegt. Teljum það með ólíkindum að einhverjum hafi dottið í hug að það myndi koma í veg fyrir áfengisnotkun að banna hana.
Amma hefur heldur aldrei flogið til útlanda. Hún er svo svakalega flughrædd að hún hefur einfaldlega aldrei treyst sér til þess. Enda orðin fullorðin þegar saga þess hófst að einhverju ráði hér á landi. Nei, ætli möguleikar hennar á því að fara til útlanda hafi ekki dregist verulega saman þegar Gullfoss hætti siglingum. En Eimskipafélagið var einmitt stofnað um svipað leiti og amma hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn.
Þegar amma mín var ung þá dó fólk úr sjúkdómum. Sem það gerir svo sem enn. En þá dó fólk úr flensu, berklum, hlaupabólu, lungnabólgu og vesæld. Einhverju sem við gætum ekki séð fyrir okkur að nokkur myndi deyja úr í dag. Hræðslan sem við finnum í brjóstum okkar í dag út af fuglaflensu í dag, er það sem amma mín bar í brjóstinu út af flensunni. Sem lagði ekki svo fáa í gröfina þegar hún var 5 ára.
Þess vegna finnst mér ekkert skrítið þó amma sé ekki alveg með það á hreinu hvað ég geri. Veit það stundum svo sem ekki sjálfur. Enda sá ég einhver staðar að þeir einu sem ekki væri hægt að sjálfvirknivæða og úthýsa til Indlands eða Kína væri fólkið sem væri eiginlega ekki alveg visst um hvað það væri að gera. En mér finnst vænt um ömmu, því hún er konan sem gaf mér súkkulaði þegar ég var lítil. Til hamingju með daginn (í gær) amma!
Ég hef samt heimsótt þær slóðir sem amma mín ólst upp á. Skoðað kirkjugarðinn þar sem forfeður og mæður hvíla. Veit hvar ræturnar liggja. En ég er samt engu nær að skilja þann raunveruleika sem þetta fólk bjó við. Engin sími. Ekkert útvarp. Ekkert rafmagn. Engin hitaveit. Engin vatnsveita. Samt var þetta stórhuga og bjartsýnt fólk. Þótt hægt færi, þá voru straumar nútímans að sækja hingað. Þess vegna er þessi færsla tileinkuð ömmu.
Á þeim tíma sem amma mín var að vaxa úr grasi þá var bannað að drekka brennivín á Íslandi. Enda er amma mín algjör bindindiskona. Ekki svona predikandi samt. Hún bara drekkur ekki og hefur aldrei gert. Í dag finnst okkur þetta viðhorf mjög undarlegt. Teljum það með ólíkindum að einhverjum hafi dottið í hug að það myndi koma í veg fyrir áfengisnotkun að banna hana.
Amma hefur heldur aldrei flogið til útlanda. Hún er svo svakalega flughrædd að hún hefur einfaldlega aldrei treyst sér til þess. Enda orðin fullorðin þegar saga þess hófst að einhverju ráði hér á landi. Nei, ætli möguleikar hennar á því að fara til útlanda hafi ekki dregist verulega saman þegar Gullfoss hætti siglingum. En Eimskipafélagið var einmitt stofnað um svipað leiti og amma hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn.
Þegar amma mín var ung þá dó fólk úr sjúkdómum. Sem það gerir svo sem enn. En þá dó fólk úr flensu, berklum, hlaupabólu, lungnabólgu og vesæld. Einhverju sem við gætum ekki séð fyrir okkur að nokkur myndi deyja úr í dag. Hræðslan sem við finnum í brjóstum okkar í dag út af fuglaflensu í dag, er það sem amma mín bar í brjóstinu út af flensunni. Sem lagði ekki svo fáa í gröfina þegar hún var 5 ára.
Þess vegna finnst mér ekkert skrítið þó amma sé ekki alveg með það á hreinu hvað ég geri. Veit það stundum svo sem ekki sjálfur. Enda sá ég einhver staðar að þeir einu sem ekki væri hægt að sjálfvirknivæða og úthýsa til Indlands eða Kína væri fólkið sem væri eiginlega ekki alveg visst um hvað það væri að gera. En mér finnst vænt um ömmu, því hún er konan sem gaf mér súkkulaði þegar ég var lítil. Til hamingju með daginn (í gær) amma!
Ummæli