Já svona verður þetta líklega

Ég ætla að halda mig við þema vikunar. Sem er íhaldssemi. Fornleifar. Þessi mynd segir auðvitað meira en 1000 orð um forspár gáfu okkar.



Ég horfði annars á ferlega skemmtilegan þátt á RÚV í gær. Watch the Skies!: Science Fiction, the 1950s and Us var algjör gleðistund fyrir svona Science Fiction nörd eins og mig. Fannst það reyndar alveg stór merkilegt hversu mikið af þessum myndum ég hef séð um dagana. Man eftir því að RÚV sýndi þó nokkuð af þessum gömlu svart-hvítu myndum. Annað horfði ég á meðan ég var í námi fyrir Westan. Fátt þægilegra en að horfa t.d. á Forbidden Planet á sunnudagseftirmiðdegi. Kannski það hafi verið þessar sýningar á þessum gömlu myndum sem mótaði áhuga minn á þessu efni. Eða kannski vegna þess að ég var á lífi þegar Neil Armstrong tók lítið skref fyrir mann, en stórt stökk fyrir mannkynið. Höfum verið lítið þar á ferðinni síðan.

Annars er ég ákaft að reyna muna í hvaða lagi þessi frasi kemur fyrir. Ég heyrði nefnilega samplið í gærkvöldi "Tell everybody, where ever they are, to keep looking. Watch the Skies. Keep looking" - Primal Scream?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég er trekkari - telst það með?
Simmi sagði…
Algjörlega - það er partur af þessu:-)

Hefurðu tekið eftir að ný viðhorf hafa smitast inn í Star Trek? Í fyrstu seríunni var ætlunin "to go where no man had gone before" á meðan í þeim nýjustu er það "to go where no one has gone before"...
Nafnlaus sagði…
jahá, þú ert sko að tala við alvöru trekkara hér!

það þótti líka byltingarkennd hugmynd á sínum tíma að hafa Nichelle Nichols (Uhura) sem "communications officer" - svört og kona!

Vinsælar færslur