Hver var Pavlik Morozov?

Ég var að renna yfir pistlana hans Egils í gærkvöldi. Hafði ekki haft tækifæri til þess að kíkja á þá frá því að ég fór til stórborgarinnar. Fannst skemmtileg tilviljun að í einum pistlinum rifjar Egil upp sögu frá Sovétríkjunum.

“Eitt af átrúnaðargoðum Sovétríkjanna gömlu var Pavlik Morozov, lítill drengur, Komsomol-liði, sem klagaði pabba sinn til lögreglunnar vegna þess að þau höfðu falið korn - sem bændurnir máttu ekki halda eftir. Pavlik litli var fyrir vikið barinn til bana af íbúum þorpsins þar sem hann átti heima - en siðferðið í ríkinu var svo sérstætt að Pavel var gerður að fyrirmynd ungmenna frá Leníngrad austur til Síberíu. Það voru reistar af honum styttur, af honum héngu myndir í æskulýðsheimilum, sumarbúðir voru nefndar í höfuðið á honum.”

Ekki það að mér finnist þetta sérstaklega merkileg saga. En fannst það bara merkilegt að Egil skildi rifja upp þessa sögu, því ég rakst nýlega á umfjöllun í The Moscow Times um bók þar sem reynt er að komast að sannleikanum bak við Pavlik. Bókin var gefin út í Bretlandi og heitir Comrade Pavlik, The Rise and Fall of a Soviet Boy Hero. Það kemur nefnilega í ljós að atburðirnir sem Egil vitnar til, eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Það var sem sagt áróðursvél Sovétríkjana sem reyndi að búa til hetju úr Pavel Morozov. Sem greinilega hefur eitthvað gengið, því Egil kann söguna og flytur hana í lesendur sína eins og hún sé sönn.


Reyndar er það rétt hjá Agli að mikið var gert til þess að viðhalda sögunni af Pavlik. Um hann voru samdar sögur, sönglög, gerðar kvikmyndir, reistar styttur, nefndar eftir honum götur og skólar, svo nokkuð sé nefnt. En hins vegar virðist fátt annað eiga sér stoð í raunveruleikanum. Í það minnsta ef eitthvað er marka höfund bókarinnar. Í ljós kemur að í skýrslum KGB er ekki stafkrók að finna um drengurinn hafi klagað pabba sinn. Raunar bara fátt sem bendir til þess að nokkurn tíma hafi verið haldinn yfir honum réttarhöld af neinu tagi. Það sem virðist vera rétt í sögunni er að Pavel Morozov dó. Svo vitnað sér í umfjöllun The Moscow Times:

“What does seem reasonably certain is that in September 1932, near the end of the First Five-Year Plan -- which brought the bloody collectivization of Soviet agriculture -- a 13-year-old boy named Pavel Morozov and his 9-year-old brother, Fyodor, were found murdered in the woods outside Gerasimovka, a dirt-poor village in the forests of the Urals province. The boys had apparently been out berry-picking; their bodies were discovered some distance apart, splattered with cranberries and the blood from multiple stab wounds, and Pavlik's head had been covered with a sack of some sort. Within a few weeks, the crime had come to national attention thanks to an article in Pionerskaya Pravda. Prosecutors contended that Pavlik had been murdered by a "nest of kulaks" resisting collectivization that included his grandfather, grandmother, uncle and cousin. These four people were found guilty in late November and sentenced to be shot.”

Ég veit svo sem að Egil er ekki blaðamaður. Hann er umsjónarmaður spjallþáttar og skrifar greinarstúfa á Vísi. En Egil vill láta taka sig alvarlega. Þess vegna skil ég ekki afhverju hann ber á borð þessa sögu. Og það í pistli þar sem hann hefur áhyggjur af því að börnin fari að klaga foreldrana. Það virðist ekki mikil ástæða til þess að hafa áhyggjur. Í það minnsta fannst mér athyglisvert að sjá eftirfarandi í þessari umfjöllun The Moscow Times: “The age-old taboo against betraying family members ran deep -- even Josef Stalin reportedly disliked the notion of making a hero out of a boy who acted against his father.” En um að gera að hræða okkur aðeins. Aldrei of mikið gert af því.

Ummæli

Vinsælar færslur