Hvað er málið eiginlega?

Ég var seinn í vinnuna í morgunn. Var að flýta mér. Þá hittir maður fyrir hvítu bílana með bláu og svörtu röndunum. Það var enginn sérstakur gleði fundur. Mér seinkaði ennþá meira og svo kemur væntanlega einhver greiðsluseðil þegar fram líða stundir. Mér hefur fyrir löngu lærst að það þýðir lítið að deila við þessa ágætu menn. Þeir eru 2 og ég er einn. Svo er gerð einhver skýrsla. Mér er sagt að ég þurfi ekki að segja neitt. En svo spyrja þeir hvar ég á heima. Hvar ég vinn? Hvað er málið með að spyrja hvar maður vinnur? Er verið að kortleggja hvar fólk vinnur sem hittir þetta fólk helst? Ég hefði átt að segja þeim – Ríkislögreglustjóri, Dómsmálaráðuneytið, Ríkislögmanni...eða eitthvað á þeim línum. Man það næst.

Ummæli

Vinsælar færslur