Vefur 2.0 ógnir og tækifæri

Ég  var að tala á hádegisverðarfundi í dag. Stóð fyrir framan rúmlega 140 sérfræðinga í vefmálum. Fannst það bara ekkert sérlega erfitt, því mér finnst málefnið óskaplega spennandi. Fannst samt skemmtilegt hvað fólk hefur misjafnlega mikinn húmor fyrir því að vera kallað nördar. En hafi ég einhvern tíma verið í hóp af nördum, þá var það í dag. Ég ákvað að leyfa ykkur að skoða kynninguna mína og þið getið þá lagt sjálfstætt mat á það hvort ykkur finnst þetta eitthvað merkilegt.

Auðvitað kem ég henni ekki hérna inn. Þoli ekki þetta vesen sem er hérna heima hjá mér við að blogga. Ef þetta væri ekki svona mikið vesen þá væruð þið alltaf að sjá myndir í hverju bloggi. Ég þarf hins vegar að nota algjöra fjallabaksleið. Skrifa allt í Word og nota síðan einhverja viðbót til þess að senda þetta inn á blogger. Fæ bara villu þegar ég reyni að setja eitthvað inn á bloggið. Ef einhver þarna úti þekkir lausn á þessu vandamáli. Já, þá býð ég vegleg verðlaun. Six pack eða hvítt/rautt af góðum árgangi. Því mér finnst þetta óþolandi!

En svona á meðan þið býðið eftir að skoða glærusýninguna mína – þá er hérna skilgreining á umfjöllunarefninu sem var vefur 2.0

"Web 2.0 is the network as platform, spanning all connected devices; Web 2.0 applications are those that make the most of the intrinsic advantages of that platform: delivering software as a continually-updated service that gets better the more people use it, consuming and remixing data from multiple sources, including individual users, while providing their own data and services in a form that allows remixing by others, creating network effects through an "architecture of participation," and going beyond the page metaphor of Web 1.0 to deliver rich user experiences." Tim O'Reilly skilgreiningin

Svo er sófinn ennþá til sölu. Endilega ef þið vitið um einhvern sem vantar sófa, þá tékkið á þessum.

*Uppfærsla*

Ég komst að því að ég get hreint ekkert sett inn kynningar hérna á bloggið mitt. Blogg er ekki það sama og vefsvæði. En ég fann að sjálfsögðu frábæra lausn (sem líka er vefur 2.0 tól). Ég vistaði kynninguna á Openomy og þar getur þú núna náð í kynninguna.

Ummæli

Vinsælar færslur