Ég lagfærður og myndir frá Íslandi

Ég var að uppfæra profile upplýsingarnar mínar. Þetta var ekki nema svona hálfur ég. Í mesta lagi. Veit eiginlega ekki hvað fólk hefur haldið um mig sem las það sem stóð þar. Það var kannski ekki lýgi. En samt. Tók til dæmis eftir því að ég er með Kill Bill sem uppáhalds bíómyndir þarna inni. Er ekkert alveg viss um að það eigi eftir að standast næstu uppfærslu á profile upplýsingunum. Kannski ég ætti bara að vera með tengil á IMDB og segja “allar sem fá góða dóma hér”.

Annars fékk ég skemmtilegan póst frá vinkonu minni sem kom hingað í heimsókn núna í febrúar. Hún er sem sagt japönsk og er ljósmyndari. Já, eða eiginlega bara listamaður sem notar myndavélar. Hún var að koma til Íslands í fjórða skipti. Finnst það greinilega besta land í heimi. Hún þakkaði svo svakalega fallega fyrir sig í þetta skiptið. Ég náði reyndar ekkert að hitta á hana í þessari síðustu heimsókn. Heyrði bara aðeins í henni. Málið var sem sagt að hún var að leita sér að snjó. Hér var engin snjór, svo ég benti henni á að fara til Akureyrar. Þar var nóg af snjó. Samkvæmt því sem hún skrifar þá erum við Íslendingar ofsalega góðir heim að sækja. Hjálplegir og góðir við ferðamennina sem hingað koma. Höldum í þetta. Hér eru svo sýnishorn af myndunum hennar. Allar myndirnar eru teknar af Keiko Kurita sem gerir kröfu til höfundarréttar á þessum myndum. Öll birting þeirra án leyfis Keiko Kurita er óheimil.







Ummæli

Vinsælar færslur