Láttu gott af þér leiða

Málefnið er gott svo að ef þú hefur eitthvað sem þig langar til að losna við þá er þetta betra tækifæri en næsta ferð í Sorpu. Ég tek það fram að ekki er um að ræða gabb og það er langt ennþá í 1. apríl.

Fékk þennan póst í dag.

Kæru vinir og félagar,

Þannig er að það er að fara skip á vegum fjölskyldu minnar til Namibíu eftir ca. viku. Þar er mikil fátækt og atvinnuleysi. Kristján, sonur minn, er búin að vera þar í tæpt ár núna, vinnur ásamt pabba sínum og bróður að útgerð.

Þeir eru feðgar að sigla skipi þangað um helgina, eins og áður sagði.

Eftir að hafa gengið um þetta stóra skip galtómt, datt okkur í hug hvort við hérna heima gætum ekki nýtt þetta tækifæri og sent eitthvað með þessu skipi.

Að höfðu samráði við feðgana, þá er það helst eitthvað tengt börnum og konum sem kæmi sér best. það eru nokkrar konur þarna að reyna að koma af stað leikskóla fyrir börn. þær hafa fengið húsnæði, en allt annað vantar.

Nú sendi ég ykkur sem ég er með á póstlista hjá mér þennan tölvupóst,  með von um góð viðbrögð. þið leikskólakennarar sitjið kannski upp með eitthvað í geymslunum í leikskólanum og/eða vitið um eitthvað sem hægt væri að nýta. Pappír, litir og þ.h. væri líka vel þegið. saumavélar, er það sem konurnar dreymir helst um og eitthvað hannyrða tengt.

Ágætu vinir, látið nú þessi boð ganga áfram fyrir mig í vikunni og söfnum í skipið.

Skipið heitir Hringur og liggur í Reykjavíkurhöfn, Granda megin, fyrir þá sem hafa tök á að koma hlutum þangað.

-- 30 --

Rakst síðan á þessu tæru snilld (já, þetta er reyndar nörda húmor) um Rómaveldi. Auk þess sem ég er algjörlega kominn með það á hreint að tölfræði lýgur aldrei.

Ummæli

Blinda sagði…
Þetta er gott framtak hjá þeim. En hvað ef að maður er með stærri hluti en það sem passar í skott, eða er það kannski ekki á óskalistanum? Ég á fullt af dóti sem ég þarf ekki.

Er dagsetning á brottför?

Rómarinternetið var mjög svo skemmtileg upplyfting og það vita nú allir að þú ert snillingur - er það ekki?
:-)
Simmi sagði…
Þetta gengur víst alveg rosalega vel hjá þeim. Það kom frétt á RÚV í gærkvöldi og þá var ljóst að skipið var að fyllast. En það var símanúmer í póstinum sem ég fékk - 664 5845 og mér skilst að þetta sé í gangi fram á laugardaginn.

En þetta með mína snilligáfu - það er flóknara:-) Aðalalega tölfræðin sem mér fannst skemmtileg;-)

Vinsælar færslur