Hann er kominn í hús

Loksins, loksins, loksins er nýi sófinn minn kominn. Ekkert smá erfitt að koma honum inn í íbúðina mína. Hann hefði ekki mátt vera mikið stærri. Sendibílstjórinn dröslaði honum að dyrunum. Létt sig hverfa og heimtaði af mér 2500 krónur fyrir að koma með sófann. Fannst þetta frekar fúll díll. Vildi fá sendinguna frítt, fyrst ég þurfti að hanga hérna heima hjá mér í allt gærkvöld. En Anna bjargaði gærkvöldinu fyrir mér. Sat bara og las gamlar færslur. Rosalega öfunda ég fólk sem á bað.

Eiginlega eini gallinn við íbúðina mína (að mínu mati) er að það vantar bað. Það er bara sturta. Þetta er svo gamalt hús. Byggt samkvæmt teikningum sem mig grunar að eigi rætur sínar að rekja til danskra hugmynda um íbúðarhúsnæði. Í Danmörku virðist það nefnilega vera landlægt að hafa lítil baðherbergi. Danir vilja greinilega nýta húsnæðið sitt í eitthvað annað. En mig dreymir um að eignast risa baðherbergi. Með svona baði þar sem hægt er að slaka á. Mikið er ég samt ánægður að hafa eignast sófa. Mikið rosalega var líka einhver heppinn sem keypti sófann sem ég hef verið að láta vita af að sé til sölu. Skilst að hann hafi verið seldur í dag.

Nú er samt skrítinn lykt í íbúðinni minni. Svona nýr sófi lykt. Nýi sófinn minn er æðislegur. Samt öðruvísi en sá sem ég hafði. Allt öðru vísi. Merkilegt hvað maður tekur miklu ástfóstri við húsgögnin sín. Ég er alveg viss um að eftir nokkrar vikur gæti ég ekki hugsað mér að eiga annan sófa en þennan sem ég sit í núna. En núna er ég bara að kynnast sófanum. Nú er ég farinn að reyna finna mér eitthvað að borða.

Ég er með skrifræpu. Hef ekki haft svona svakalega skriftar þörf í langan tíma. Í dag er ég t.d. búinn að vera velta fyrir mér hvort Og Vodafone haldi að við séum fífl. Í það minnsta gæti ég haldið það miðað við auglýsingarnar þeirra. 6+2=1 Já – ég er alveg að fatta að þetta er eitthvað Og Einn plott. Koma öllu á einn stað. En hvað á þetta línurit sem fylgir með að sýna? Ég er of heimskur til að fatta þetta. Bíð núna spenntur eftir að einhver segi mér hver tilgangurinn með línuritinu er. Aukning skulda heimilisins eftir að ég eyði of miklu í símtöl hjá Og Vodafone? Hvað er plottið? Þessar auglýsingar fyrir VW GTI eru hins vegar algjör snilld að mínu mati – já unpimp my car

Ummæli

Nafnlaus sagði…
já alveg sammála þér með þessar vodafone augl.held þær séu það "heimskar" að ég hef ekki nennt að spá of mikið í þeim...en sama hér samt væri alveg til í að vita hugsunina bakvið þær
Simmi sagði…
Já, þú ert nú reyndar ekki alveg hlutlaus;-) En ég hefði einmitt haldið að línuritið ætti að fara í hina áttina. Minnka útgjöldin - hefði fundist það réttara. En kannski er þetta einhver svakaleg sálfræði sem við erum bara of stúpid til þess að fatta.

Vinsælar færslur