Herinn fer og hvað nú?

Þetta var einn af þessum dögum. Ég ætlaði varla að komast fram úr í morgunn. Snooze takinn (blundur eins og það heitir í farsímanum mínum) var notaður aðeins of oft. Ég dröslaðist samt á endanum fram úr. Komst að því að ég átti varla nokkra flík til að fara í. En þetta hafðist á endanum. Var samt orðinn vel seinn þegar ég loksins komst á vinnustaðinn. Veit ekki alveg hvað var í gangi með meltingarfærinn á mér í dag. Var bara ánægður að hafa greiðan aðgang að Imodium. En svo var eins ég ætlaði aldrei að komast í gang. Hafði samt alveg meira en nóg að gera. Símafundir, fundir, verkefnavinna, fundir og varla að maður hefði tíma til þess að ná andanum. Vann samt alveg upp það að hafa verið aðeins seinn á ferðinni í morgunn.

Það eru annars bara stórfréttir í gangi. Kannski ekki neitt sem kemur okkur pólitískudýrunum á óvart. En samt. Nú er endanlega komið á daginn að gagnrýnendur varnarsamstarfsins við Bandaríkin höfðu rétt fyrir sér. Að þessi varnarsamningur hafi í raun aldrei snúist um neitt annað en hagsmuni Bandaríkjana. Nú er sem sagt staðfest að Bandaríkjamenn hafa engan áhuga á því að halda uppi vörnum hér, núna þegar þeir sjá enga hagsmuni sína í því. Þessu hefur raunar verið haldið fram um nokkuð langan tíma, en núverandi stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við þennan raunveruleika. Raunar má svo sem alveg spyrja að því hvaða ógn steðji að Íslandi.

Lítil hætta virðist vera á því að nokkur þjóð hafi sérstakan áhuga á því að leggja undir sig Ísland með hernaði. Útþenslu Evrópuþjóða virðist löngu lokið. Rússland hefur varla mikla burði til þess að ógna öryggi okkar. En það vakna samt sem áður spurningar um hvernig við getum tryggt landamæri okkar. Verður Landhelgisgæslan efld? Eða munum við ganga til samninga við einhverja aðra þjóð um varnarsamstarf? Líklega væri þá eðlilegast fyrir okkur að leita til þeirra þjóða sem næstar okkur eru landfræðilega, Norðmanna, Dana eða Breta. Jafnframt er ljóst að okkur veitir ekki af því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Því hefur lengi verið haldið fram að okkur væri illa stætt á því að sækja um aðild vegna varnarsamningsins við Bandaríkin. Það er alveg dagsljóst að áhugi Bandaríkjana á því að standa við þær skuldbindingar sem þar koma fram er takmarkaður. Við þurfum því að treysta politísk tengsl okkar við Evrópuþjóðir. Það gerum við best með því að gerast fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Þar er nú þegar hafin vinna við að byggja um varnarsamstarf og mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í því. Þar er einmitt lögð áhersla á það að bregðast við nútíma ógnum.

En kannski er málið bara að við komum okkur upp heimavarnarliði. Þetta þyrfti svo sem ekkert að vera neitt svakalega merkilegt lið. Líkurnar á alvöru innrás eru svo litlar að við ættum að geta komist af með frekar léttvægar varnir. Það ætti að geta verið athyglisvert að sjá hvernig samninga um hergögn við gætum náð við Bandaríkjamenn. Tja, eða afhverju ekki að leita lengra. Rússar voru t.d. að gera risa samning við Alsír. Kínverjum hefur líkað vel við Íslendinga og svo eru Evrópuþjóðirnar. En svo er kannski bara óþarfi að vera hafa áhyggjur af þessu. Hverjum gæti svo sem dottið í hug að leggja undir sig eina af 10 ríkustu þjóðum í heimi?

Ummæli

Blinda sagði…
Er ekki græjan bara að hreinsa sig í öllum heilsuskapnum? :-)

En blessaðir kanarnir. Voru þeir ekki að skipta um skoðun núna ......aftur?? I remain neutral og læt ykkur spekúlantana um þetta.

Takk fyrir skattahjálp :-)

Imodium á lausu?
Simmi sagði…
Veit ekki hvað var málið - en Imodium er alltaf til taks. Það var töfra í Mexikó og hefur verið við hendina síðan. Held það fáist í Lyfju...

Vinsælar færslur