Ég er í vandræðum

Ég veit nefnilega ekki alveg hvað ég á að fá mér í morgunmat þegar ég vakna svona til þess að fara í leikfimi. Ekki fæ ég mér morgunmat áður en ég fer. Þegar ég er búinn, þá er ég yfirleit orðinn vel seinn, svo ekki næ ég að stoppa á leiðinni í vinnuna. En eitthvað verð ég að borða. Hvað skildi henta vel? Á ég að koma mér upp birgðum af haframjöli í vinnunni? Gerast áskrifandi í einhverju góðu bakaríi? Kannski málið sér að koma sér upp blender í vinnunni. Eiga hér dunka af skyri og ávextum. Núna áðan var ég t.d. svo ferlega svangur eftir hreyfinguna að ég kom við í bakaríi. Þar verður freistingin að kaupa sér eitthvað sæt alveg ferleg fyrir svona sykurfíkil eins og mig. Eitthvað þarf ég að gera varðandi þennan morgunmat. Eigið þið töfralausn handa mér?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég held að þetta sé auðleyst,haframjöl ekki málið þvi ég held að þig langi ekki í það þegar þú ert ofsa svangur,blender alltof mikið mál því þá þarftu að eiga e-ð í hann þegar þú kemur og ég held þú eigir ekki eftir að muna hvað þig vantar......svo eiga skyr og kannski muesli bar heim sem þú skellir í töskuna áður en þú ferð út:)
Nafnlaus sagði…
Flakkaði inn til þín af síðunni hennar önnu. Mæli með epli áður en tíminn hefst, smá ávaxtasykur og létt í maga. Trikk sem dansarar nota.
Eftir tímann; haframjöl og rúsínur, vætt í köldu vatni. Hægt að geyma í vinnu eða koma með að heiman. Sá einkaþjálfara mæla með þessari hafragrautsblöndu, hægt að krydda með kanil og svoleiðis til bragð- og yndisauka.
Blinda sagði…
Haframjöl og rúsínur bleytt í köldu vatni ???????
I think I'll pass.

Epli geta gert magan súran að morgni, annað ef það er í hádegi eða eftirmiðdagur fyrir æfingu. Fínt að fá sér einn LGG og væna lögg af vatni.

Eftir æfingu er gott að láta ca 30 mínútur líða og fá sér svo Skyr.is eða abt mjólk með músli eða eitthvað slíkt í fljótlegu þægilegu formi. Prótein bar er líka sniðugt fyrirbæri, en smekksatriði hverja þeirra maður fílar. Banani eða epli með og þú ert settur.

Rúsínu, hnetu og möndlumix á vinnu borðinu - þurrt í skál n.b. ekkert vatnssull - svona til að maula í nart og sætu þörfinni.

Fá sér svo góðan hádegisverð, ríkan af kolvetnum og próteini:-) Salat með pasta og túnfisk?
Simmi sagði…
Þetta eru hollráð (og góð) - kem mér upp skyr.is birgðum. Gæti jafnvel verið með svona musli blöndu til að setja út í. Vinnan sér mér fyrir ávöxtum og svo kem mér upp rúsínu, hnetu og möndlumix til að hafa við hendina. Það eru alltaf einhverjir ægilegir heilsuréttir hér í hádeginu - í dag var einhverskonar indverskur kjúklingabaunaréttur og boðið upp á hrísgrjón með grænmeti með. Gott og skemmtilega sterkt. Takk fyrir öll góðu ráðin :-)
Simmi sagði…
ps. heilsuréttirnir eru reyndar bara bundnir við þriðjudaga - annars værum við flottasta fyrirtæki landsins:-)
Nafnlaus sagði…
I beg to differ. Í mötuneytinu hjá Icelandair Group er EKKERT gott - þar er maturinn eldaður við hitann í hreinsunareldinum - beint úr iðrum vítis.

Hins vegar hef ég komist upp á lag með að borða svona shake á morgnana. Slatti af ávöxtum, skyr og gúddí stöffi. Þetta svínvirkar. Vaknaðu bara 10 mín fyrr og settu þetta saman í vinnunni ef þú þarft.
Fyrirhöfnin er hverfandi.
Simmi sagði…
Nei, OK ég skal alveg viðurkenna að mötuneytið er ekki alveg það sama og hádegisverðarhlaðborðið hjá VOX (þó sumir kalli það reyndar mötuneytið hef ég heyrt:-) En þetta var með besta móti í dag. Maður er svo fljótur að gleyma vondu dögunum sjáðu

Vinsælar færslur