F fyrir formalín, fræði og föstudaga

Ég er einn af þeim sem fylgdist með Cosby show á sínum tíma. Hafði bara nokkuð gaman af. En svo virðist sem Cosby finnist það ekkert sérstaklega fyndið ef gert er grín að honum. Sérstaklega ekki ef það eru litlir og skemmtilegir vefir sem gera grín að honum. Í það minnsta virðist honum ekki hafa fundist House of Cosby sérlega skemmtilegt og hefur þess vegna sent lögfræðingana sína á eftir umsjónaraðila Waxy.org
Sá hefur hins vegar ákveðið að gefast ekki upp fyrr en dómstóll hefur tekið ákvörðun. Svo endilega njótið meðan þið getið.

Ég man annars eftir því að afrísk-amerísku vinir mínir (sem þá voru bara svertingjar) í Bandaríkjunum höfðu aðra skoðun á Cosby Show. Kölluðu þetta Science Fiction. Sögðu sem svo að þetta væri alls ekki venjuleg svört fjölskylda. Ég held samt að það hafi eitthvað færst í rétta átt. Í það minnsta sá ég tölur um daginn sem sögðu til um að í fyrsta skipti í sögunni væri meirihluti þessi hóps í millistétt. Sem er mikil sigur þegar horft er 3-4 áratugi aftur í tímann. Finnst það ennþá jafn undarlegt að Pentagon skuli hafa verið byggt með tvöföldum skammti af baðherbergjum.

Hér er enn ein ný bók sem ég held að gæti verið verulega áhugaverð. Everyware. “Broadly speaking, [everyware] is what you get when you take the information processing we associate with the personal computer and distribute it throughout the environment—embedding it in walls, floors, appliances, lampposts, even clothing.”
Já, ef þú ert ekki ennþá búin(n) að kveikja á því hvernig stóri bróðir á eftir að fara að því að fylgjast með þér, þá áttu kannski bara nakta framtíðina skilið.

En hér er svo annar vinkil. Núna þegar allt útlit er fyrir að árið 2007 muni reykingar að mestu leggjast af á Íslandi, Bretlandi og einhverjum fleiri löndum. Já, það er að minnsta kosti það sem okkur er sagt. Það er orðið bannað að reykja út um allt. Skrítið. Fór allt í einu að hugsa að það er bannað að reykja orðið út um allt. Enda svo sem furðulegur ósiður. En þið verðið samt að kíkja á þessa auglýsingu fyrir Thank You For Smoking myndina.

Svona til að vera alvarlegur aftur í smástund þá bara verðið þið að lesa þetta viðtal við Michael Schrage (an internationally known author and consultant, co-director of the MIT Media Lab's E-Markets Initiative, and a senior adviser to MIT's Security Studies Program.) – þetta er bara smá brot

“Just because an innovation is adopted doesn't mean that it's a successful business innovation. The challenge for business is not just to get customers and clients to adopt innovation, it's to get them to pay a premium for the innovation. You have to do more than just recover the cost of capital -- you have to make a profit margin. So the real innovation challenge is coming up with business models where people are prepared to pay a premium for the instantiation of those ideas” – lesa meira

Mér hefur annars gengið misjafnlega að halda í föstudagshefðina. En nú er föstudagur og þá stendur maður við sitt. Þannig að ef að þú ert ein(n) af þeim sem finnst gott að drekka vodka. Ert orðin(n) þreytt(ur) á Reyka. Hverjum er ekki sama um vodka sem er hreinsað í einhverju druslu hrauni. Þegar þú getur fengið Diaka!

Svo hef ég eignast nýjan sýndarvin (en: virtual friend). Já svona lítið krúttlegt dýr. Sem sefur og hrýtur á skjánum hjá mér núna. Betri sýndarvin er vart hægt að hugsa sér. Ég veit bara að ykkur langar líka í svona. En passið ykkur, hann gæti vaknað....

Svo er sófinn ennþá til sölu. Endilega ef þið vitið um einhvern sem vantar sófa, þá tékkið á þessum.

Ummæli

Vinsælar færslur