Gott að vera ekki of trúgjarn
Mikið rosalega var ég feginn að ég trúi ekki öllu sem stendur í Morgunblaðinu. Eða málgagninu eins og einn vinnufélagi minn kýs að kalla það. Í gær var ég að fara í gegnum fréttir helgarinnar. Rakst þá á grein um að nú væri kominn tími til þess að skipta yfir á sumardekkin. Þetta væri bara rugl að vera þvælast þetta á nagladekkjum lengur. Það myndi kannski kólna eitthvað aðeins, en það myndi ekki vera mikið. Yrði ekkert rosa kalt. Ef það kæmi hálka eða snjór þá myndi það hverfa yfir daginn. Sólin væri farinn að hita það mikið. Vitnað í veðurfræðinga og allt. Sem hlýtur að vera leita sér að nýju starfi í dag.
“Innlent | mbl.is | 21.3.2006 | 06:38
Spáð allt að 14 stiga frosti í dag
Veðurstofan spáir austan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari vindi á Norðausturlandi í dag. Él sunnan og austan til í nótt en léttir smám saman til sunnanlands á morgun. Annars nokkuð bjart veður. Frost 1 til 14 stig, kaldast í innsveitum orðaustanlands”
Reyndar kom það fram að þetta ætti kannski ekki við þá sem þyrftu að ferðast út á land. Svo ég slepp. En mér fannst þetta kaldhæðni (já, haldiði að þetta orð eigi ekki svona svakalega vel við).
En þá meiri kaldhæðni og af verra tagi fannst mér felast í orðum Halldórs Ásgrímssonar að það yrði ekki lagður dómur á það fyrr en í framtíðinni hvort það hefðu verið mistök að gera innrás í Írak. Þetta er bæði rugl og haugalygi. Það liggur nefnilega alveg ljóst fyrir að þetta voru mistök. Hreint rugl. Algjör della. Ég hreinlega leyfi mér að draga það stórlega í efa að það hefði verið verra fyrir almenning í Írak ef Saddam hefði setið áfram við völd. Þetta er bara svo mikil della að manni líður illa að hlusta á þetta. Viðurkenndu bara að þú hafðir rangt fyrir þér Halldór. Þú varst ekkert einn um það.
“Innlent | mbl.is | 21.3.2006 | 06:38
Spáð allt að 14 stiga frosti í dag
Veðurstofan spáir austan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari vindi á Norðausturlandi í dag. Él sunnan og austan til í nótt en léttir smám saman til sunnanlands á morgun. Annars nokkuð bjart veður. Frost 1 til 14 stig, kaldast í innsveitum orðaustanlands”
Reyndar kom það fram að þetta ætti kannski ekki við þá sem þyrftu að ferðast út á land. Svo ég slepp. En mér fannst þetta kaldhæðni (já, haldiði að þetta orð eigi ekki svona svakalega vel við).
En þá meiri kaldhæðni og af verra tagi fannst mér felast í orðum Halldórs Ásgrímssonar að það yrði ekki lagður dómur á það fyrr en í framtíðinni hvort það hefðu verið mistök að gera innrás í Írak. Þetta er bæði rugl og haugalygi. Það liggur nefnilega alveg ljóst fyrir að þetta voru mistök. Hreint rugl. Algjör della. Ég hreinlega leyfi mér að draga það stórlega í efa að það hefði verið verra fyrir almenning í Írak ef Saddam hefði setið áfram við völd. Þetta er bara svo mikil della að manni líður illa að hlusta á þetta. Viðurkenndu bara að þú hafðir rangt fyrir þér Halldór. Þú varst ekkert einn um það.
Ummæli