I Love You

Loksins, loksins, loksins get ég hætt  að hafa  áhyggjur af því að ég búi á landi þar sem húmorgenið hafi dáið út í Móðuharðindunum. Framlag okkar til Eurovision í ár er það sem staðfestir þetta endanlega. Já, skrifað eins og stafur á bók það er framlag okkar til Eurovision.

Eurovision sem hefur hingað til verið næsta heilagt. Því maður hefur ævinlega haft það á tilfinningunni að það sé hreinlega engin hér heima að fatta húmorinn við þessa sýningu. En mikið rosalega er ég ánægður með nýjasta framlagið okkar. Enska útgáfan og myndbandið er snilld. 

Að horfa á þetta lag og heyra á sama tíma textabrot eins og þetta:

"My song’s totally cool no yesterday’s news
It’s hot okay, really not too gay"

Er hreinlega svo stjarnfræðilega fyndið að ég trúi því varla ennþá að við ætlum að senda þetta til Aþenu.

Svona ef þú skildir hafa misst af þessu Silvía Nótt - Congratualtions Iceland

Nú er bara að reyna ákveða hvar besta Eurovision veislan verður þetta árið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég hló mig skakka af myndbandinu, þetta er óborganlegt...var svo fegin að sjá og heyra að textinn heldur attitjúddinu á ensku:)

Vinsælar færslur