Netið virkar í stórborginni
Ég er í stórborginni. Netið er að svínvirka. Enda hafði ég núna fyrir því að spyrja hvernig maður kæmist í netsamband í afgreiðslunni niðri. Kom í ljós að ég þurfti að kaupa mér aðgang. Sem er hreint ekki ókeypis. Fyrir 12 tíma aðgang borga ég 11 Evrur. Sem eru eitthvað nálægt 800 krónum fyrir 12 klukkutíma. Ef ég þyrfti að borga það sama fyrir netaðganginn minn heima þá væri það 48.000 á mánuði. Já maður fær að borga fyrir aðganginn á hótelum og flugvöllum. Það er sko alveg á hreinu. Það versta er þegar þetta virkar ekki. Það er helst þegar ég lendi í þráðlausa helvítinu.
Eins og til dæmis þegar ég var í Kaupmannahöfn. Sat á flugvellinum og hafði 2-3 tíma þangað til að ég kæmist í tengiflugið mitt. Var með ThinkPad með mér. Já, ef ég hef ekki sagt frá því hér, þá eru að mínu mati bara 3 tölvu tegundir sem eru þess virði að fá sér sem laptop. IBM en þeir voru fyrstir til fullkomna þetta með ThinkPad. Algjörlega solid vélar, þó þær séu kannski ekkert augnayndi. Ef ekki IBM þá má færa sig yfir í Dell. Líka solid vélar. Bila lítið. Allir sem eiga laptop vita að það er vonlaust að gera við þetta sjálfur. Já, nema þú sért í hópi 1% snillinga þessa lands sem skilja vélbúnað nógu vel til þess að treysta þér í að rífa í sundur móðurborð. Ef þér finnst IBM ljót og Dell ljótari. Þá er bara eitt sem kemur til greina. Þú færð þér Apple. Hvað svo sem segja má um Apple, þá búa þeir til lang flottustu ferðavélarnar. Ef útlitið er það sem skiptir þig máli, þá kemur ekkert annað en Apple til greina. Ég myndi ekki spá í neinu öðru. En við vorum að tala um Kaupmannahöfn.
Málið var sem sagt að þar er allt út í skiltum sem segja frá því að þar sé WiFi. Ég var ekki lengi að ræsa upp vélina. Jú annars. Vélin mín er alltaf í 2 kaffi bolla að komast í gang. Það eru svo mörg og hægfara script í gangi að það tekur mig ótrúlega langan tíma að komast í gang. En ég sem sagt fór í það að kaupa mér netaaðgang. Netsambandið mitt hélst nógu lengi í gangi til þess að ég gæti sett in kreditkorta upplýsingarnar mínar. Borgað einhverja fáranlega upphæð fyrir klukkutíma aðgang (gott ef það var ekki nálægt því sama og ég borga hér fyrir 8 tíma). Sem ég síðan gat aldrei notað. Sambandið dó nefnilega yfirleit á svona 3-5 mín. fresti. Algjörlega óþolandi. Hringdi í eitthvað þjónustunúmer og fékk að vita að þetta væri pottþétt vélin mín. En nei, það væri ekki hægt að fá endurgreitt. Kaupi mér ekki aftur þráðlausan aðgang í Kaupmannahöfn. En mæli með T-Mobile í London. Það virkar og ekkert vesen.
Annars er ég aftur kominn með kvef. Það dó eitthvað í hálsinum á mér í nótt. Finn hvernig það er rotna í hálsinum á mér. Ég er líka að fá hausverk, nefrennsli, illt í augunum. Þori samt ekki að segja að ég sé kominn með pestina. Veit að það uppsker bara hlátur. Vona samt að ég sé ekki með einhverja flensu. Það væri eftir öllu að hanga hér í skítakulda og vera að drepast úr flensu. En litla ferðalyfjasafnið er með í för. Paracetamol 500 mg og Strepsils. Ef það dugar ekki þá skipti ég yfir í snaps. Ömurlegt að hanga veikur í stórborgum. Ennþá verra þegar maður er í vinnunni og er búinn að bóka sig á fundi. Þetta gæti orðið eitthvað skrautlegt. En vonandi verður þetta bara skammlifað. Ég er til í að leggjast í flensu eftir helgina. Nenni því ekki núna.
Út af því að ég get ekki uppfært bloggið mitt heima (tilboðið um bjór/hvítvín/rauðvín stendur fyrir þann sem leysir þetta vandamál mitt) – þá gæti þessi færsla hafa farið framhjá þér.
Eins og til dæmis þegar ég var í Kaupmannahöfn. Sat á flugvellinum og hafði 2-3 tíma þangað til að ég kæmist í tengiflugið mitt. Var með ThinkPad með mér. Já, ef ég hef ekki sagt frá því hér, þá eru að mínu mati bara 3 tölvu tegundir sem eru þess virði að fá sér sem laptop. IBM en þeir voru fyrstir til fullkomna þetta með ThinkPad. Algjörlega solid vélar, þó þær séu kannski ekkert augnayndi. Ef ekki IBM þá má færa sig yfir í Dell. Líka solid vélar. Bila lítið. Allir sem eiga laptop vita að það er vonlaust að gera við þetta sjálfur. Já, nema þú sért í hópi 1% snillinga þessa lands sem skilja vélbúnað nógu vel til þess að treysta þér í að rífa í sundur móðurborð. Ef þér finnst IBM ljót og Dell ljótari. Þá er bara eitt sem kemur til greina. Þú færð þér Apple. Hvað svo sem segja má um Apple, þá búa þeir til lang flottustu ferðavélarnar. Ef útlitið er það sem skiptir þig máli, þá kemur ekkert annað en Apple til greina. Ég myndi ekki spá í neinu öðru. En við vorum að tala um Kaupmannahöfn.
Málið var sem sagt að þar er allt út í skiltum sem segja frá því að þar sé WiFi. Ég var ekki lengi að ræsa upp vélina. Jú annars. Vélin mín er alltaf í 2 kaffi bolla að komast í gang. Það eru svo mörg og hægfara script í gangi að það tekur mig ótrúlega langan tíma að komast í gang. En ég sem sagt fór í það að kaupa mér netaaðgang. Netsambandið mitt hélst nógu lengi í gangi til þess að ég gæti sett in kreditkorta upplýsingarnar mínar. Borgað einhverja fáranlega upphæð fyrir klukkutíma aðgang (gott ef það var ekki nálægt því sama og ég borga hér fyrir 8 tíma). Sem ég síðan gat aldrei notað. Sambandið dó nefnilega yfirleit á svona 3-5 mín. fresti. Algjörlega óþolandi. Hringdi í eitthvað þjónustunúmer og fékk að vita að þetta væri pottþétt vélin mín. En nei, það væri ekki hægt að fá endurgreitt. Kaupi mér ekki aftur þráðlausan aðgang í Kaupmannahöfn. En mæli með T-Mobile í London. Það virkar og ekkert vesen.
Annars er ég aftur kominn með kvef. Það dó eitthvað í hálsinum á mér í nótt. Finn hvernig það er rotna í hálsinum á mér. Ég er líka að fá hausverk, nefrennsli, illt í augunum. Þori samt ekki að segja að ég sé kominn með pestina. Veit að það uppsker bara hlátur. Vona samt að ég sé ekki með einhverja flensu. Það væri eftir öllu að hanga hér í skítakulda og vera að drepast úr flensu. En litla ferðalyfjasafnið er með í för. Paracetamol 500 mg og Strepsils. Ef það dugar ekki þá skipti ég yfir í snaps. Ömurlegt að hanga veikur í stórborgum. Ennþá verra þegar maður er í vinnunni og er búinn að bóka sig á fundi. Þetta gæti orðið eitthvað skrautlegt. En vonandi verður þetta bara skammlifað. Ég er til í að leggjast í flensu eftir helgina. Nenni því ekki núna.
Út af því að ég get ekki uppfært bloggið mitt heima (tilboðið um bjór/hvítvín/rauðvín stendur fyrir þann sem leysir þetta vandamál mitt) – þá gæti þessi færsla hafa farið framhjá þér.
Ummæli
Stendurðu í röð fyrir utan leikskóla og biður úthoruð börn að hósta á þig.....svona eins og í Rauðu hundunum í gamla daga?? :-)
Kannski er þetta fluvélaloftið.
From now on verður þú "the weird dude" með Michael Jackson grímuna.
En hvað er þetta með MJ grímuna - ég er ekki að kveikja á þeim refernece - finnst samt eins og ég hafi séð það í einhverri bíómynd - en minnið er bara orðið of flaky til þess að ég muni það nákvæmlega.
Annars er þetta spurning hvort maður eigi ekki bara að fá sér ný lungu - þessi eru ekki að gera sig:-)