Ferðalag framundan

Ég er að fara til stórborgar á morgunn. Fer til Berlínar. Ætla að reyna að sjá eitthvað aðeins af borginni. Veit ekki hversu mikið tækifæri ég fæ til þess að tjá mig hér á meðan ég er í stórborginni. Man að ég komst ekki nálægt neinu netsambandi á annars fína hótelinu sem ég var á. Trúi því ekki að staðan sé ennþá þannig.

Mér finnst eitthvað svakalega spennandi við Berlín. Þetta er miðpunkturinn í Evrópu. Þeirri sem var og þeirri sem verður. Það er alveg svakalega mikið um að vera í Berlín. En hins vegar er víst líka alveg svakalega mikið atvinnuleysi. Man eftir því að leigubílstjórinn sem keyrði mig út á Tegel í fyrra sagði mér að það væri 20 prósent atvinnuleysi. En núna les ég að Þjóðverjar séu að verða bjartsýnir. Veit samt ekki alveg hvort það sé satt, því ég las það í Morgunblaðinu. Sem ég trúi ekki alltaf til þess að segja alveg satt og rétt frá aðstæðum. Málið er nefnilega að Morgunblaðið hefur einstakt lag á því að segja góðar fréttir frá löndum þar sem samflokkar Sjálfstæðisflokksins eru við völd. Svo núna eftir að CDU tók við kanslaraembættinu, þá eru víst allir Þjóðverjar bara svaka glaðir. En það er kalt í Berlín í dag og það lítur út fyrir að það haldi áfram að vera kalt næstu daga.

Ég fæ víst sófann minn á eftir. Klukkan rúmlega 5. Þetta verður spennandi. Skildi ég svo þurfa að borga fyrir afhendinguna líka?

Ummæli

Vinsælar færslur