Sykur og sætindi
Ég hef fylgst með öðru auganu með umræðum næringarfræðinga og umsjónarmanna sjónvarpsþáttar á Skjá Einum. Málið er sem sagt að Skjár Einn er með þátt sem heitir Heil og Sæl. Ekki svo ósvipaður þáttur og You Are What You Eat sem hefur verið í gangi á Stöð 2. Í þættinum eru 2 umsjónaraðilar sem hafi verið með námskeið um svipað efni. Eitt af því sem lögð hefur verið áhersla á í þættinum er að við borðum minni sykur. Reynum hreinlega að forðast viðbætann sykur og sætuefni eins og við mögulega getum. Áhrifin af sykrinum voru síðan sýnd með svipuðum hætti og ég hafði séð gert í einhverjum öðrum sjónvarpsþætti. Nefnilega með þeim hætti að rætt var um að sykur í fæðinu gerði æðarnar á okkur klístraðar. Þetta fannst þessum næringarfræðingum svara vert. Málið væri að sykur væri ekkert endilega svo óhollur. Þessi klístur myndum í æðum, væri bara hjá sykursjúkum. Þetta væri eiginlega bara bölvað bull. Maður fór næstum því að borða strásykurinn upp úr skálinni.
Ég held að það sé nokkuð til í þessu hjá báðum aðilum. Við borðum allt of mikinn sykur. Ég skal alveg fúslega viðurkenna sykurfíkn mína. Nota dökka súkkulaðið alveg óhikað sem hækju til þess að létta mér lífið á dökku dögunum. Þessum þegar maður er með allt á öxlunum. Ég veit líka alveg upp á hár hvaðan þessi eilífðaráhugi minn á matarvenjum kemur. Það verður kannski efni í eitthvað hér með tíð og tíma. En ekki í dag. Hoppum aftur yfir í sykurinn og súkkulaðið. Málið er sem sagt að við Íslendingar borðum yfirleit of mikinn sykur. Það sem er öllu verra er að við erum líka að verða of þungir. Við hreifum okkur allt of lítið. Okkur finnst mun betra að sitja fyrir framan sjónvarp eða tölvu heldur en að hreyfa okkur. Ég skil þetta sjónarmið fullkomlega. Held að það sé algjörlega innbyggð þörf okkar fyrir leti sem valdi þessu. Raunar sé þetta hluti af því að komast af. Fara vel með það sem við söfnum áður en hungursneyðin skellur yfir.
Vandamálið er að bara að í dag koma engar hungursneyðar. Við fáum í staðinn sykursýki af gerð 2. Þetta gerist sífellt fyrr. Við erum sem sagt að horfa upp á eitthvað sem áður lagðist eiginlega eingöngu á fólk upp úr 50 ára aldri vera byrjað að leggjast á fólk sem er rétt að komast á þrítugsaldurinn. Sem er milli 20 og 30 ára fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Vandamálið er að þegar þetta gerist þá vitum við ekkert endilega af því. Ég hef t.d. ekki farið í sykursýkispróf svo ég muni eftir. Jú, kannski þegar ég var í grunnskóla. En ekkert síðan. Það kemur í ljós í Bretlandi að þar hefur um fjórðungur þeirra sem er með sykursýki ekki hugmynd um það. Ég velti því fyrir mér. Svona sem einstaklingur sem hef ekki einu sinni heimilislæknir. Hvort það geti ekki bara meira en verið að ástandið sé svipað hér?
En annars er ég alveg sannfærður um að mataræði eitt og sér hefur ekki allt að segja í þessu. Held að hreyfing og mataræði þurfi að fara saman. Mér finnst líka svo svakalega gott að borða góðan mat að ég ætla bara alveg að halda áfram að leyfa mér að borða súkkúlaði, foi gras, nautasteikina, smjörið, smákökurnar og allt hitt. En það sem ég bara hreinlega skil ekki er þessi æsingur næringarfræðinga yfir því að okkur sé sagt að skera niður neyslu á viðbættum sykri. Hvað er málið? Ef einhver næringarfræðingur er tilbúinn til þess að segja mér að það sé holt að borða Mars & Snickers – þá endilega látið mig bara vita. Ég hef þá bara verið á villigötum í vatninu og múslí. Raunar vildi ég endilega að þessir næringarfræðingar myndu leggja áherslu á að lækka matvælaverð. Sérstaklega að það væri markmið að fá okkur til þess að borða meira af ávöxtum (sem eru fullir af sykri, bara ekki viðbættum) og berjum (líka full af sykri). Mér skilst nefnilega að þetta tvennt minnki líkurnar á því að ég þurfi að dvelja mikið inn á hátæknisjúkrahúsum. En ekki eins og það geti ekki verið aðrir ósiðir sem komi mér þangað.
Svo er auðvitað ekki að spyrja að því. BBC er með frábæran vef um þetta efni – The Big Challenge.
Ég held að það sé nokkuð til í þessu hjá báðum aðilum. Við borðum allt of mikinn sykur. Ég skal alveg fúslega viðurkenna sykurfíkn mína. Nota dökka súkkulaðið alveg óhikað sem hækju til þess að létta mér lífið á dökku dögunum. Þessum þegar maður er með allt á öxlunum. Ég veit líka alveg upp á hár hvaðan þessi eilífðaráhugi minn á matarvenjum kemur. Það verður kannski efni í eitthvað hér með tíð og tíma. En ekki í dag. Hoppum aftur yfir í sykurinn og súkkulaðið. Málið er sem sagt að við Íslendingar borðum yfirleit of mikinn sykur. Það sem er öllu verra er að við erum líka að verða of þungir. Við hreifum okkur allt of lítið. Okkur finnst mun betra að sitja fyrir framan sjónvarp eða tölvu heldur en að hreyfa okkur. Ég skil þetta sjónarmið fullkomlega. Held að það sé algjörlega innbyggð þörf okkar fyrir leti sem valdi þessu. Raunar sé þetta hluti af því að komast af. Fara vel með það sem við söfnum áður en hungursneyðin skellur yfir.
Vandamálið er að bara að í dag koma engar hungursneyðar. Við fáum í staðinn sykursýki af gerð 2. Þetta gerist sífellt fyrr. Við erum sem sagt að horfa upp á eitthvað sem áður lagðist eiginlega eingöngu á fólk upp úr 50 ára aldri vera byrjað að leggjast á fólk sem er rétt að komast á þrítugsaldurinn. Sem er milli 20 og 30 ára fyrir þá sem voru að velta því fyrir sér. Vandamálið er að þegar þetta gerist þá vitum við ekkert endilega af því. Ég hef t.d. ekki farið í sykursýkispróf svo ég muni eftir. Jú, kannski þegar ég var í grunnskóla. En ekkert síðan. Það kemur í ljós í Bretlandi að þar hefur um fjórðungur þeirra sem er með sykursýki ekki hugmynd um það. Ég velti því fyrir mér. Svona sem einstaklingur sem hef ekki einu sinni heimilislæknir. Hvort það geti ekki bara meira en verið að ástandið sé svipað hér?
En annars er ég alveg sannfærður um að mataræði eitt og sér hefur ekki allt að segja í þessu. Held að hreyfing og mataræði þurfi að fara saman. Mér finnst líka svo svakalega gott að borða góðan mat að ég ætla bara alveg að halda áfram að leyfa mér að borða súkkúlaði, foi gras, nautasteikina, smjörið, smákökurnar og allt hitt. En það sem ég bara hreinlega skil ekki er þessi æsingur næringarfræðinga yfir því að okkur sé sagt að skera niður neyslu á viðbættum sykri. Hvað er málið? Ef einhver næringarfræðingur er tilbúinn til þess að segja mér að það sé holt að borða Mars & Snickers – þá endilega látið mig bara vita. Ég hef þá bara verið á villigötum í vatninu og múslí. Raunar vildi ég endilega að þessir næringarfræðingar myndu leggja áherslu á að lækka matvælaverð. Sérstaklega að það væri markmið að fá okkur til þess að borða meira af ávöxtum (sem eru fullir af sykri, bara ekki viðbættum) og berjum (líka full af sykri). Mér skilst nefnilega að þetta tvennt minnki líkurnar á því að ég þurfi að dvelja mikið inn á hátæknisjúkrahúsum. En ekki eins og það geti ekki verið aðrir ósiðir sem komi mér þangað.
Svo er auðvitað ekki að spyrja að því. BBC er með frábæran vef um þetta efni – The Big Challenge.
Ummæli