Ég hafði rangt fyrir mér

Svona getur maður verið blindur. Eða kannski bara orðin of heilaþvegin af auglýsingum frá Og Vodafone. Þetta var sem sagt ekki símafyrirtæki, heldur banki sem var að auglýsa. Nú spyr ég. Hvernig er hægt að treysta banka sem kann ekki að reikna? Hvers vegna heitir viðskiptabankinn minn ekki lengur Íslandsbanki, heldur Glitnir? Er þetta ekki rétti tíminn til þess að endurskoða bankaviðskipti mín? Hvað er líka málið með rauða litinn? Ég veit að þetta er litur peninga í Kína. Ætlar Íslandsbanki að fara þangað inn? Við hérna megin á hnetinum, okkur finnst víst að græn eða blár sé litur peninga. Rauður er hættulegur litur. Viðvörunarmerki. Ég er sem sagt hreint ekki að skilja þetta litaval hjá Glitni.

En þetta er svo sem ekkert endilega eitthvað glænýtt á Íslandi. Svona þegar ég hugsa til baka, þá var rauður alltaf litur Landsbankans. Ætli ruglingur á National Bank of Iceland og Iceland Bank hafi kannski verið aðal ástæðan fyrir nafnabreytingunni? En nú verður áhugavert að fylgjast með því hvort eitthvað gerist. Hvort þetta verða bara nýjar umbúðir, eða hvort upplifun okkar breytist eitthvað. Finnst það mjög áhugaverð pæling. Er alveg sannfærður um að áhrifamáttur umbúða (auglýsinga, markaðsefni osfrv.) sé að minnka. Einfaldlega vegna þess að við erum að drukkna í áreiti. Ef eitthvað stendur ekki undir væntingum, þá skiptir bara ekki neinu máli hvernig það er pakkað inn.

Ég upplifði þetta mjög sterkt í gær. Þá lenti ég í vandræðum. Hlutirnir voru bara hreint ekki að virka eins og þeir áttu að gera. En fólkið sem var að taka á móti mér í þessum vandræðum var greinilega þrauþjálfað. Það kunni að taka á þessum málum. Mér var rétt hjálparhönd. Upplifunin var góð, þrátt fyrir að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Það er þessi upplifun sem við erum stöðugt að verða fyrir vonbrigðum með. Er til dæmis einhver nokkurn tíma ástfangin(n) af McDonalds? Skiptir það mig máli að Hagkaup sé staðurinn sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla á? Ég er ekki svo viss um það. Ég held nefnilega að það sé upplifun okkar sem skiptir meira máli en þessi slagorð. Ég versla t.d. oftar í Nóatúni en ég ætti að gera, vegna þess að mér finnst upplifunin þægilegri þar en annars staðar. Ég trúi líka Bónus. Ekkert bruðl. Það er staðfest þegar ég geng inn í Bónus. Það er ekki bruðlað í neitt. Ég er á því að eftir því sem velmegun okkar eykst, þeim mun meira máli skiptir þetta. Allar vörur uppfylla lágmarksþarfir. En þær sem veita upplifun eru þær sem skipta okkur einhverju máli. Það var t.d. rosalega athyglisvert að sjá próf sem CNN lét gera á götu í New York.

Málið er sem sagt að McDonalds er að blanda sér í kaffislaginn. Hafa fengið góðan kaffiframleiðanda til þess að búa til fyrir sig sérvalda blöndu. Svo CNN ákvað að fara út á götu og athuga hvort Dunkin, McDonalds eða Starbucks kaffið væri best. Bauð fólk einfaldlega að smakka. Segja álit sitt. Úrslitin ekki vísindaleg, en alveg hnífjöfn. Af 90 manns þá sögðu 30 Dunkin kaffið best, 30 McDonalds og 30 Starbucks kaffið. Sem kom fólki á óvart. Ekki hvað síst vegna þess að Starbucks selur sitt kaffi frekar dýrt. En þarna gæti það einmitt verið eitthvað meira en bara kaffið sem skýrir vinsældir Starbucks.

Þarna tókst mér að verða súper alvarlegur. Það má líka alveg. Svona í bland við hitt. Keypti mér nýju Neil Gaiman bókina, Anansi Boys. Er langt komin með hana. Hef ekki verið svona fljótur með bók í dálítinn tíma. Er ekki búinn samt. Veit ekki alveg hvað mér finnst. Nær ekki alveg American Gods, en góð lesning samt. Svo er hér nýjasta viðbótin við Google Maps – Mars.

Ummæli

Blinda sagði…
Hef verið að þvælast þetta upp í Brimborg annað slagið......bara til að upplifa öryggið - verð að segja að það er ekki alveg að gera sig :-)
Simmi sagði…
Já, akkúrat frábært dæmi um innihaldslaust slagorð. Ég er alveg á kafi í Seth Godin og Mark Hurst - algjörlega í trúboði fyrir upplifun frekar en auglýsingum.
Nafnlaus sagði…
Hvað gerist nú?

Vinsælar færslur