Fimmtudagur...næstum föstudagur

Föstudagurinn nálgast. Helgin framundan. Fullt að gerast. Annað kvöld ætla ég að fara að sjá Katie Melua. Hef mikla trú á því að það verði skemmtilegt. Hún er hörku söngkona og þessir 2 diskar sem hún hefur gefið út eru fínir. Þar sem það eru allar líkur á því að föstudagurinn verði langur og strangur þá ákvað ég að best væri að setja niður nokkrar línur.

Er annars að horfa aftur á Lost. Finnst það alveg frábærir þættir. Yndislegur Science Fiction söguþráður sem heldur mér svakalega vel. Hef samt tekið eftir því að blaðamenn með athyglisbrest eiga orðið erfitt með að fylgjast með lengur. En ég skemmti mér vel. Ég skemmti mér líka rosalega vel yfir fyrstu umferð af Twin Peaks. Það voru einhverjar skemmtilegustu stundir sem ég átti á námsárum mínum í Bandaríkjunum þegar þeir þættir  voru sýndir. Allt í einu fannst fólki það meira en lítið áhugavert að maður væri frá Íslandi.

Reyndar finnst mér ástandið hér heima um margt minna á þessa Twin Peaks þætti. Eða eiginlega frekar Íslendingana í þættinum. Sem fóru til Westurheims til þess að fjárfesta. Það ríkti glaumur og gleði. Hélt vöku fyrir Agent Cooper sem ekkert skildi í þessu ótrúlega söng og drykkuþoli Íslendingana. Sem ég held reyndar að sé ofmetið. Finnar taka okkur alveg í staupið þegar kemur að drykkju. En mikið rosalega var samt gaman að sjá vitnað í Íslendingana í Twin Peaks. Lopapeysur og lambalæri. Það var alveg málið.

En svona af því að föstudagurinn er að renna í hlaðið þá er hérna myndband áratugsins. Reyndar ekki þessa áratugar

Ummæli

Blinda sagði…
Sakna Twin Peaks.
Elísabet sagði…
hrikalega öfunda ég þig að vera að fara á Katie - á báða diskana og fíla þá í ræmur, sérstaklega þegar ég er í sérstaklega sérstöku skapi...

góða skemmtun:o)
Blinda sagði…
Hvurnig var svo á tónleikum?

Vinsælar færslur