Besta hugmynd í heimi

Ég er að gera alveg stór merkilega uppgötvun þessa dagana. Ekki eitthvað sem engum hefur dottið í hug áður. Ekki eitthvað sem ég er sá fyrsti til þess að láta mér detta í hug. Heldur eitthvað sem er búið að vera gerjast í hausnum á mér í dálítinn tíma. Þessi stór merkilega uppgötvun sem ég er að fá þessa dagana er.

Einfaldleiki

Þessi ótrúlega uppgötvun er mælistikan sem við ættum að setja á öll verkefni. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Ef það sem við ætlum að gera er ekki einfalt. Þá ættum við ekki að gera það.

Ég hef komið nálægt allt of mörgum hlutum sem ekki hafa gengið eins vel og upphaflega stóð til. Án undantekninga hefur þetta stafað af því að ætlunin var að gera of mikið. Leysa átti of mörg vandamál. Máluð var mynd sem ekki var nokkur leið að leysa án þess að eyða í það fjöllum af tíma. Fyrir utan allt annað.

Það sem við ættum öll að vera að gera er að leysa eins lítið og við komumst af með. Í stað þess að eltast við alla möguleika. Halda hlutunum einföldum. Ég er alveg viss um að allir sem þetta lesa hafa kynnst því sama. Vegna þess að þegar við flækjum málin, þá erum við að eyða tíma í fullt af óþarfa hlutum. Alltof oft er byrjað á vitlausum enda. Í stað þess að byrja smátt og bæta við. Þá setjumst við niður á fundum og ákveðum hvað við ætlum að gera. Haldnir eru fundir. Skrifaðar eru fundargerðir. Gerðar eru áætlanir. Búin til áætlun um hvernig ætlunin sé að hefja vinnuna. Ákveðið hverjir séu hæfastir til þess að vinna verkefnið. Í kjölfarið hefst nefndarvinna sem gengur út á að ákveða hvað eigi að gera.

Í þessari viku þá hef ég fengið að heyra frá fleiri en einum aðila að í stað þess að eyða öllum þessum tíma í skipuleggja vinnu, þá væri ráðið að gera meira. Smíða, byggja, birta, gefa út. Fá feedback frá þeim sem síðan þurfa að nota hlutinn. Endurbæta. Gefa út aftur. Ekki ákveða hvað eigi að gera. Heldur ákveða hversu mikinn tíma og peninga við eigum til. Þegar sá tími/peningar er liðin. Þá klárast verkefnið. Við hefjumst handa við næsta verkefni. Við reynum ekki að leysa of mikið, heldur of lítið. Eins lítið og við mögulega komust af með. Helst minna. Höldum hlutunum einföldum.

Ummæli

Blinda sagði…
Keep it simple

Less is more

og

Mindfulness

3 góðar reglur. :-)

Vinsælar færslur