Vondulaga keppnin - vertu með

Já, þetta er þitt tækifæri til þess að útnefna lag í vondu laga keppnina. Láttu ekki þitt eftir liggja. Sendu mér póst með tilnefningum á simmix2 hjá yahoo.com - Ef þitt lag verður valið verst þá færðu góða flösku af rauðvíni (eða hvítvíni eða konfekt ef þú drekkur ekki) plús fullan CD disk af góðri tónlist.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
veistu það er svo mörg slæm lög-alveg jafn erfitt að finna það og besta lagið,þannig ég ætla að skella inn"comment"í hvert skipti sem mér dettur e-ð ömurlegt lag í hug,lag dagsins er im a barbie girl með aqua bad bad bad
Simmi sagði…
Já, það má líka senda póst á simmix2 hjá yahoo.com - ég nota ekki @ merkið, til þess að pósthólfið fyllist ekki af ruslpósti - svo endilega senda mér fullt af vondum lögum - til þess er leikurinn gerður:-)
Nafnlaus sagði…
skil ekki......en:

Lucy in the sky with Diamonds með William Shatner. Brutally vont.
Simmi sagði…
Jú, málið er sem sagt að það eru svona netfangasugur sem flækjast um vefinn í leit að netföngum. Í hvert skipti sem þær rekast á @ (at eða hjá) merkið sem er notað í netföngum, þá skrá þær það niður. Í kjölfarið er byrjað að senda ruslpóst á viðkomandi netfang. Góð leið til að losna við þetta er þess vegna að skrifa þetta þannig að fólk geti lesið eins og t.d. simmix2 hjá yahoo.com - þetta skiljum við - en ekki netfangasugurnnar. En þetta lag með Shatner er svo sannarlega verðugt framlag í keppnina:-)

Vinsælar færslur