Karma virkar - skrifað á laugardag

Ég svaf yfir mig í dag. Sit núna og bölva því. Í huganum. Það er rosalega fallegt veður og ég ætti að vera að ganga. Úti. Ekki sitja inni og skrifa þetta. En svona er þetta bara. Ætli ég hafi ekki bara einfaldlega verið orðinn aðeins of þreyttur þegar ég loxins sofnaði í nótt. Eftir átakanlegar tilraunir til þess að fá blogger til að hætta að stríða mér. Kannski þetta komist ekki inn. En við skulum sjá til.

En í morgunn þá fann ég nýjustu Birtu. Með henni Heiðu utan á. Af því að ég kynntist þeim hjónum örlítið fyrir áratug síðan þá fletti ég Birtu í staðin fyrir að henda henni beint í ruslið. Ég er nefnilega mjög greinilega ekki í markhóp Birtu. En í þetta skipti þá kveiknaði einlægur áhugi minn. Málið var nefnilega að þegar ég kynntist þessu ágæta fólki þá ráku þau verslun. Sem hét Týndi Hlekkurinn. Þau voru líka að vinna í hlutum á borð við jafningjafræðsluna. Fengu með sér krakka á snjóbretti, með því skilyrði þó að allir urðu að vera edrú. Auk þess sem maður fann það strax við fyrstu kynni að þetta var gott fólk.

Það var nefnilega þannig að ég kom að útgáfu á fyrsta veftímariti landsins. Sem var auðvitað svona fullkomlega vonlaust ævintýri, en hvað vissum við 1994 um það. Ekki neitt. Þetta var samt ferlega skemmtilegt ævintýri og á þessum tíma kynntist ég þeim aðeins. Okkur fannst nefnilega sem stóðu að ævintýrinu þau vera flott fólk. Að gera fín og góða hluti. Heiða var rétt að byrja að kynna sínar vörur. Þetta var allt saman bara rétt að byrja. Á þessum tíma höfðu nokkrir sem ég þekkti reynt fyrir sér í verslun. Ekki gengið neitt sérstaklega. Ekki illa, en ekki nógu vel til þess að halda dæminum áfram. Það sem hafði gert þeim hvað erfiðast fyrir var NTC – kannski betur þekkt sem Sautján. Því á meðan þetta ágæta fólk fór og keypti nokkrar flíkur. Þá fór NTC og gerði mun stærri innkaup. Losnaði þannig við samkeppnina. Man samt ekki eftir því að samkeppnisstofnun eða hvað þessi ráð heita hafi nokkurn tíma verið að spá í þessu. En okkur fannst NTC ekkert sérlega flott eða fínt.

Ekki svo að skilja að það sé eitthvað að NTC. Alls ekki. Bara business. Verið að græða. Kom bara illa út í samanburðinum við fólkið sem var að gera skemmtilegu hlutina. Var að byggja upp stemmningu í kringum fyrirtækið sitt. Vinna með unglingum. Láta gott af sér leiða. Þá varð samanburðurinn frekar óhagstæður NTC. Þess vegna féllu þau orð fyrir rúmlega áratug að ef það væri eitthvað karma í heiminum, þá væri það fólkið á bak við Nikita sem myndi slá í gegn. Mikið rosalega fannst mér gaman að lesa Birtu í morgunn.

Ummæli

Blinda sagði…
Gæti ekki orðað það betur. Ég varð einnig þeirrar gæfu njótandi að kynnast þeim hjónum lítillega bæði í gegnum unglingastarfið og svo aftur seinna í sambandi við hönnun og eru þau algjört sómafólk að öllu leiti. Ef einhver á skilið velgengni þá eru það þau. Samgleðjumst.

Vinsælar færslur