Lítið stuð á langri helgi
Mér hafa ekki alveg fallist hendur í skriftum. Bara verið hálf partinn eftir mig. Veit ekki alveg hvað það er sem veldur. En það var eins og þessir tveir dagar sem ég eyddi á ráðstefnunni hefðu verið mér erfiðari en ég hélt. Sem mér finnst reyndar alveg stór skrítið.
Því ég hafði alveg ofboðslega gaman af þessari ráðstefnu. Þarna voru frábærir fyrirlesarar. Skemmtilegt fólk til að spjalla við í hléinu. En kannski var það svefnleysið. Ofdrykkja á kaffi. Breyting á matarvenjum. Átök í ræktinni. Eða blanda af þessu öllu. Í það minnsta var ég ekki í neinu sérstöku stuði í gær. Fór í þessa fínu grillveislu. Góður matur og fín félagsskapur – þetta var svona sumargleði okkar kallana sem hafa verið að taka á því í Hress undanfarin ár. Þeir höfðu vaðið upp á Esju. Hetjur. Ég hafði hins vegar bara farið í klassíska meðferð um morguninn. Ekki litist betur en svo á veðrið að ég nennti ekki fyrir mitt litla líf upp á Esju.
Raunar var ég hálf feginn. Steinrotaðist á laugardeginum. Vaknaði rétt áður en ég fékk símtal þar sem ég var spurður hvar ég væri eiginlega. Sem ég skildi ekki alveg. Var bara heima í rólegheitum. Að bíða eftir upplýsingum um hvar og hvenær grillið væri haldið. En það hafði eitthvað farist fyrir. Vandamálið við þessa veislu var að ég fékk alveg ferlegan hausverk. Veit ekki hvort það var rauðvínið – sæmilegt ástralskt Merlot – eða hvort það var bara ég í óstuði. En ég var kominn heim um 10 leitið. Ekki í neinu stuði. Ekki einu sinni til að skrifa.
Svo ég ákvað að reyna að skilja eitthvað í CSS. Fékk ábendingar um 3 góðar bækur til þess að kynna mér. Svona ef ég ætlaði mér í alvöru að ná einhverjum tökum á þessu. Gerði ýmsar tilraunir með nýja bloggið mitt. Þetta verður líklega aðeins flóknara verkefni en ég gerði ráð fyrir í byrjun. En þetta skal takast. En það eru sem sagt ekki miklar fréttir úr Hansabænum.
Því ég hafði alveg ofboðslega gaman af þessari ráðstefnu. Þarna voru frábærir fyrirlesarar. Skemmtilegt fólk til að spjalla við í hléinu. En kannski var það svefnleysið. Ofdrykkja á kaffi. Breyting á matarvenjum. Átök í ræktinni. Eða blanda af þessu öllu. Í það minnsta var ég ekki í neinu sérstöku stuði í gær. Fór í þessa fínu grillveislu. Góður matur og fín félagsskapur – þetta var svona sumargleði okkar kallana sem hafa verið að taka á því í Hress undanfarin ár. Þeir höfðu vaðið upp á Esju. Hetjur. Ég hafði hins vegar bara farið í klassíska meðferð um morguninn. Ekki litist betur en svo á veðrið að ég nennti ekki fyrir mitt litla líf upp á Esju.
Raunar var ég hálf feginn. Steinrotaðist á laugardeginum. Vaknaði rétt áður en ég fékk símtal þar sem ég var spurður hvar ég væri eiginlega. Sem ég skildi ekki alveg. Var bara heima í rólegheitum. Að bíða eftir upplýsingum um hvar og hvenær grillið væri haldið. En það hafði eitthvað farist fyrir. Vandamálið við þessa veislu var að ég fékk alveg ferlegan hausverk. Veit ekki hvort það var rauðvínið – sæmilegt ástralskt Merlot – eða hvort það var bara ég í óstuði. En ég var kominn heim um 10 leitið. Ekki í neinu stuði. Ekki einu sinni til að skrifa.
Svo ég ákvað að reyna að skilja eitthvað í CSS. Fékk ábendingar um 3 góðar bækur til þess að kynna mér. Svona ef ég ætlaði mér í alvöru að ná einhverjum tökum á þessu. Gerði ýmsar tilraunir með nýja bloggið mitt. Þetta verður líklega aðeins flóknara verkefni en ég gerði ráð fyrir í byrjun. En þetta skal takast. En það eru sem sagt ekki miklar fréttir úr Hansabænum.
Ummæli