Myndir og vondu laga keppnin
Ég á stafræna myndavél. Ekkert svakalega merkilegt við það. Var ekki einu sinni sá fyrsti í minni fjölskyldu til þess að eignast svoleiðis tæki. Svo er líka myndavél á símanum mínum. Sem tekur bara ágætis myndir. Nú veit ég ekki með ykkur, en ég tek miklu fleiri myndir en ég hefði nokkurn tíma gert með venjulegri myndavél. En það hefur ákveðinn ókost. Það eru nefnilega að safnast fyrir ókjör af myndum á tölvunni minni. Sem væri svo sem allt í lagi. Ef ég væri bara að nota eina.
Þetta var mun einfaldara hér áður fyrr. Þá átti maður myndavél. Sem tók filmur. Filmurnar voru síðan sendar í framköllun. Að henni lokinni þá setti maður myndirnar í myndaalbúm. Sem maður gat síðan skoðað. Eða notað sem pyntingartæki á vini og vandamenn. Sem kannski fækkaði jafnvel eitthvað í kjölfarið.
Er ekki einmitt málið að það leiðinlegasta sem við gerum er að skoða fjölskyldumyndir annarra. Annars finnst mér það reyndar ekkert svo sérstaklega leiðinlegt. Finnst það meira að segja stundum bara alveg þræl skemmtilegt. Ég hef nefnilega fundið lausnina á þessu mynda vandamáli. Sem felst í því að geyma myndirnar mínar á Netinu. Þar eru sem sagt myndaalbúmin mín. Ég nota Yahoo. Veit ekki alveg af hverju. Kannski bara af því að ég byrjaði á því. En mér skilst samt að Flickr sé kannski besta þjónustan. Í það minnsta er engin þörf á því að fylla harða diskinn hjá sér af myndum.
Annars er föstudagur í dag. Það þýðir að ég get ekki bara verið alvarlegur. Bendi þess vegna á vondu laga keppni CNN. Ég ætla líka að stofna til svona keppni hér. Sendið mér skilaboð um verstu lög allra tíma. Gefum þessu svona 2 vikur og þá höldum við samkeppni um hvað séu verstu lögin. Sá sem á útnefnir versta lagið fær verðlaun – Segjum eina góða rauðvín eða hvítvín og blandaðan disk með góðri tónlist. Höfum þetta svolítið skemmtilegt. Netfangið mitt fyrir þetta er simmix2 hjá yahoo.com
Svo er hérna líka smá viðbót við afmælisgjafa hugmyndabankann. Mér finnst svona borð lýsing alveg ferlega flott. Þetta gæti komið vel út heima hjá mér. Fyrir þá sem eru á leiðinni á barinn í kvöld, en skortir fé, þá er þetta hugmynd til þess að ná sér í frítt að drekka.
Þetta var mun einfaldara hér áður fyrr. Þá átti maður myndavél. Sem tók filmur. Filmurnar voru síðan sendar í framköllun. Að henni lokinni þá setti maður myndirnar í myndaalbúm. Sem maður gat síðan skoðað. Eða notað sem pyntingartæki á vini og vandamenn. Sem kannski fækkaði jafnvel eitthvað í kjölfarið.
Er ekki einmitt málið að það leiðinlegasta sem við gerum er að skoða fjölskyldumyndir annarra. Annars finnst mér það reyndar ekkert svo sérstaklega leiðinlegt. Finnst það meira að segja stundum bara alveg þræl skemmtilegt. Ég hef nefnilega fundið lausnina á þessu mynda vandamáli. Sem felst í því að geyma myndirnar mínar á Netinu. Þar eru sem sagt myndaalbúmin mín. Ég nota Yahoo. Veit ekki alveg af hverju. Kannski bara af því að ég byrjaði á því. En mér skilst samt að Flickr sé kannski besta þjónustan. Í það minnsta er engin þörf á því að fylla harða diskinn hjá sér af myndum.
Annars er föstudagur í dag. Það þýðir að ég get ekki bara verið alvarlegur. Bendi þess vegna á vondu laga keppni CNN. Ég ætla líka að stofna til svona keppni hér. Sendið mér skilaboð um verstu lög allra tíma. Gefum þessu svona 2 vikur og þá höldum við samkeppni um hvað séu verstu lögin. Sá sem á útnefnir versta lagið fær verðlaun – Segjum eina góða rauðvín eða hvítvín og blandaðan disk með góðri tónlist. Höfum þetta svolítið skemmtilegt. Netfangið mitt fyrir þetta er simmix2 hjá yahoo.com
Svo er hérna líka smá viðbót við afmælisgjafa hugmyndabankann. Mér finnst svona borð lýsing alveg ferlega flott. Þetta gæti komið vel út heima hjá mér. Fyrir þá sem eru á leiðinni á barinn í kvöld, en skortir fé, þá er þetta hugmynd til þess að ná sér í frítt að drekka.
Ummæli