Iceweb take away

Það var gaman á ráðstefnunni í dag. Ein setning sat samt eftir. Umfram aðrar. Þessi setning á ekki bara við um efnið sem hún var sögð um. Heldur raunar um allt lífið. Því í tennis verður maður góður á því að “sjá hvert ég ætla að slá boltanum, ekki bara að hugsa um að hitta á boltann.”

Mér fannst mikil sannleikur í þessum orðum Kelly Goto. Því í erfiðleikum stundarinnar þá getur verið erfitt að hugsa lengra.

Hitt sem stóð upp úr er aðferðafræði sem ég er farinn að hallast meira og meira að. Framkvæma innan takmarkaðs ramma. Byrja með takmarkaðan tíma. Takmarkaða fjármuni. Láta á það reyna hvort það dugi. Ef ekki, þá bæta við. En aftur innan takmarkaðs ramma. Gera þetta frekar en eyða löngum tíma í að átta sig á heildarmyndinni. Sumum gæti fundist þetta óþægilegt. Þetta er ekki aðferð sem mun uppfylla allt í einu. En í tengslum við þetta þá rakst ég einmitt á áhugaverð grein um áherslu á einfaldleika. Hvernig aukið flækjustig eykur ekki endilega á gæði lausnarinnar. Þetta klingir fullt af bjöllum fyrir mig.

Ummæli

Vinsælar færslur