Hjólaleitin
Eins og með allt svona þá byrjar það á vefnum. Fyrir nokkrum árum síðan þá hefði ég varla nennt því samt. Varla um það að ræða að nokkur íslensk verslun væri á vefnum. Nema kannski rétt svona til þess að segja frá heimilisfanginu sínu og símanúmeri. Eins og maður hefði ekki fyrir löngu uppgötvað fyrirbæri sem heitir símaskrá til að finna þær upplýsingar. En núna held ég að þetta sé að batna.
Ég kíkti þess vegna á vefinn hjá Erninum - sem er svona um það bil eina hjólaverslunin sem ég veit um. Trek hjól - kosta frá 28 þúsund til 110 þúsund. - hvernig á maður að vita hvað hentar? Finna sér hjól á svona 50-60 þúsund? Vildi að þeir hjá Erninum hjálpuðu manni eitthvað við þetta. Þó það væri ekki nema svona “svona velur þú þér hjól” leiðbeiningar á vefnum. Skildi það vera erfitt að búa svoleiðis til?
Ég fór næst á vefinn hjá Raleigh , en síðasta hjól sem ég átti var einmitt frá þeim. Mundi líka eftir því að Raleigh voru staðsettir í Nottingham. Þar sem ég var við nám á sínum tíma. Já, ég hef setið dálítið á skólabekk. Það var samt kostur að hafa reiðhjólaframleiðanda í borginni. Því þarna voru flottustu hjólreiðastígar sem ég hef nokkurn tíma séð. Ekki svo sem eins og ég hafi séð þá marga. En þarna var gott að ferðast um á reiðhjóli. Hafði reyndar ekki hugmynd um að Raleigh væru með aðsetur þarna þegar ég byrjaði í námi. Lét meira að segja senda mér hjól frá Íslandi. Hefði kannsii betur bara keypt mér eitt. En á vefnum hjá Raleigh voru nokkuð góðar leiðbeiningar fyrir mig. Verðlagið svolítið annað líka. Þetta var furðulega einfalt.
Fyrir hvaða aldur ertu að leita? 4 möguleikar og þar af einn fullorðinn. Sem ég valdi.
Svo var þetta spurning um hvernig stell (eða ramma) ég vildi. Karla/Unisex eða Konu? Þetta var auðvelt.
Svo kom aðeins flóknari spurning. Hvernig ætlaði ég mér að nota hjólið? Líkamsrækt? Sem samgöngutækið mitt? Í frítímanum? Utan vega? Í langferðum?
Raunar hefði ég getað sett já við allt þetta. En utan vega höfðaði einhvern veginn mest til mín. Svo ég valdi það.
11 hjól stóðu mér til boða – sem voru samt greinilega mismunandi útgáfur af 3 gerðum, Explore, Freeride og M-Trax. Verðið mismunandi líka, frá 125 pundum og upp í 390 pund. Sem jafngildir rétt tæplega 17.000 krónum og upp í tæplega 53.000 krónur.
Það læðist að mér sá grunur að verðlagning á þessum vörum hér á landi sé eins og á útivistardótinu. 300% álagning ofan á innkaupsverð. Veit það ekki en ég þarf að skoða betur hvað svona Trek hjól kosta utan Íslands. Annars sýnist mér að það gæti bara borgað sig að gera sér ferð til Bretlands og kaupa hjól.
Ég kíkti þess vegna á vefinn hjá Erninum - sem er svona um það bil eina hjólaverslunin sem ég veit um. Trek hjól - kosta frá 28 þúsund til 110 þúsund. - hvernig á maður að vita hvað hentar? Finna sér hjól á svona 50-60 þúsund? Vildi að þeir hjá Erninum hjálpuðu manni eitthvað við þetta. Þó það væri ekki nema svona “svona velur þú þér hjól” leiðbeiningar á vefnum. Skildi það vera erfitt að búa svoleiðis til?
Ég fór næst á vefinn hjá Raleigh , en síðasta hjól sem ég átti var einmitt frá þeim. Mundi líka eftir því að Raleigh voru staðsettir í Nottingham. Þar sem ég var við nám á sínum tíma. Já, ég hef setið dálítið á skólabekk. Það var samt kostur að hafa reiðhjólaframleiðanda í borginni. Því þarna voru flottustu hjólreiðastígar sem ég hef nokkurn tíma séð. Ekki svo sem eins og ég hafi séð þá marga. En þarna var gott að ferðast um á reiðhjóli. Hafði reyndar ekki hugmynd um að Raleigh væru með aðsetur þarna þegar ég byrjaði í námi. Lét meira að segja senda mér hjól frá Íslandi. Hefði kannsii betur bara keypt mér eitt. En á vefnum hjá Raleigh voru nokkuð góðar leiðbeiningar fyrir mig. Verðlagið svolítið annað líka. Þetta var furðulega einfalt.
Fyrir hvaða aldur ertu að leita? 4 möguleikar og þar af einn fullorðinn. Sem ég valdi.
Svo var þetta spurning um hvernig stell (eða ramma) ég vildi. Karla/Unisex eða Konu? Þetta var auðvelt.
Svo kom aðeins flóknari spurning. Hvernig ætlaði ég mér að nota hjólið? Líkamsrækt? Sem samgöngutækið mitt? Í frítímanum? Utan vega? Í langferðum?
Raunar hefði ég getað sett já við allt þetta. En utan vega höfðaði einhvern veginn mest til mín. Svo ég valdi það.
11 hjól stóðu mér til boða – sem voru samt greinilega mismunandi útgáfur af 3 gerðum, Explore, Freeride og M-Trax. Verðið mismunandi líka, frá 125 pundum og upp í 390 pund. Sem jafngildir rétt tæplega 17.000 krónum og upp í tæplega 53.000 krónur.
Það læðist að mér sá grunur að verðlagning á þessum vörum hér á landi sé eins og á útivistardótinu. 300% álagning ofan á innkaupsverð. Veit það ekki en ég þarf að skoða betur hvað svona Trek hjól kosta utan Íslands. Annars sýnist mér að það gæti bara borgað sig að gera sér ferð til Bretlands og kaupa hjól.
Ummæli
Ávalt skal reyna að kaupa hjólið annars staðar en á íslandi.
"VARÚÐ: Mörg Fíbbl í Geiranum"
Kveðja,
Maðurinnábakviðtjöldin.