Iceweb 2006 dagur 2
Seinni dagurinn á flottustu vefráðstefnu sem hefur verið haldin á Íslandi. Þessi dagur er heldur tæknilegri en sá í gær. Raunar má segja að í dag sé verið að fara ofan í hvernig á að framkvæma það sem rætt var um í gær. Í morgunn snérist þetta um kóðun. CSS. Sem er alveg það besta síðan ristað brauð. Algjör himnasending fyrir vefhönnuði. Það er bara eitt vandamál. Microsoft.
Ekki svo að skilja að Microsoft sé alvont fyrirtæki. Þar vilja menn vel. En vegna þeirrar ákvörðunar þeirra að gera Internet Explorer vafrann hluta af stýrikerfinu standa þeir nú frammi fyrir margvíslegum vandamálum. Eflaust hljómaði þetta vel á sínum tíma. Með því að gera Internet Explorer hluta af stýrikerfinu þá myndi Microsoft ná yfirburðastöðu. Fyrir 10 árum þá var þetta líklega ekki svo vitlaus hugmynd. Vandamálið fyrir Microsoft er hins vegar að síðan þá hefur tæknin þróast. Ekki Microsoft í hag.
Á þessu tímabili hefur open source þróun aukist jafnt og þétt. Hún hefur það að markmiði að notast við opna staðla. Í open source er það fyrst og fremst gæði hugbúnaðarins sem ræður því hvort hann nær árangri. Í þessu open source umhverfi (og reyndar utan þess líka) hafa menn haldið áfram að þróa vafra. Á sama tíma hefur W3C haldið áfram að þróa staðla. Sem oft á tíðum leysa vandamál sem eru til staðar í Microsoft vafranum. Í sumum tilfellum gera þessir staðlar gott betur. Þeir taka á alveg nýjum málum. Vegna þess að Microsoft hefur síðan gert vafrann hluta af stýrikerfinu, þá flækist málið fyrir þá þegar kemur að uppfærslum. Því uppfærsla á vafranum getur haft áhrif á stýrikerfið og öfugt. Þess vegna hefur þessi hugmynd um að gera vafrann hluta af stýrikerfinu reynst vond. Því Microsoft hefur reynst erfitt að fylgja þeim breytingum sem verða á bæði stöðlum og tækni. Þetta hefur flækt málið verulega fyrir þá sem vinna við vefþróun. Staðlar verða til sem Microsoft styður ekki. Eða gerir það illa. En á sama tíma eru til vafrar sem gera það mjög vel. En fæstir hafa áhuga á því að uppfæra hugbúnað á tölvunni sinni.
Því staðreynd málsins er sú að við erum löt. Þetta virkar. Og af því að Microsoft hefur svona mikla markaðshlutdeild, þá verða vefhönnuðir að taka tillit til allra þeirra sem ekki hafa fyrir því að uppfæra hugbúnaðinn sinn. Þetta er kannski helsta ástæða þess að margir vefhönnuðir eiga í ákveðnu haturs sambandi við Microsoft. Það sama má segja um mörg fyrirtæki sem byggja afkomu sína á vefnum. Því í stað þess að geta byggt lausnir sem byggja á stöðlum, þá verður að taka tillit til þess sem Microsoft styður og gerir. Svo næst þegar þú heyrir einhvern sem vinnur við vefhönnun og þróun bölva Microsoft. Þá er það ekki endilega vegna þess að þeim finnist Bill Gates vera vondur maður sem ætli sér að ná heimsyfirráðum. Ástæðan er einfaldlega sú að oftar en ekki eru helstu höfuðverkir starfsins ættaðir frá Microsoft.
Ekki svo að skilja að Microsoft sé alvont fyrirtæki. Þar vilja menn vel. En vegna þeirrar ákvörðunar þeirra að gera Internet Explorer vafrann hluta af stýrikerfinu standa þeir nú frammi fyrir margvíslegum vandamálum. Eflaust hljómaði þetta vel á sínum tíma. Með því að gera Internet Explorer hluta af stýrikerfinu þá myndi Microsoft ná yfirburðastöðu. Fyrir 10 árum þá var þetta líklega ekki svo vitlaus hugmynd. Vandamálið fyrir Microsoft er hins vegar að síðan þá hefur tæknin þróast. Ekki Microsoft í hag.
Á þessu tímabili hefur open source þróun aukist jafnt og þétt. Hún hefur það að markmiði að notast við opna staðla. Í open source er það fyrst og fremst gæði hugbúnaðarins sem ræður því hvort hann nær árangri. Í þessu open source umhverfi (og reyndar utan þess líka) hafa menn haldið áfram að þróa vafra. Á sama tíma hefur W3C haldið áfram að þróa staðla. Sem oft á tíðum leysa vandamál sem eru til staðar í Microsoft vafranum. Í sumum tilfellum gera þessir staðlar gott betur. Þeir taka á alveg nýjum málum. Vegna þess að Microsoft hefur síðan gert vafrann hluta af stýrikerfinu, þá flækist málið fyrir þá þegar kemur að uppfærslum. Því uppfærsla á vafranum getur haft áhrif á stýrikerfið og öfugt. Þess vegna hefur þessi hugmynd um að gera vafrann hluta af stýrikerfinu reynst vond. Því Microsoft hefur reynst erfitt að fylgja þeim breytingum sem verða á bæði stöðlum og tækni. Þetta hefur flækt málið verulega fyrir þá sem vinna við vefþróun. Staðlar verða til sem Microsoft styður ekki. Eða gerir það illa. En á sama tíma eru til vafrar sem gera það mjög vel. En fæstir hafa áhuga á því að uppfæra hugbúnað á tölvunni sinni.
Því staðreynd málsins er sú að við erum löt. Þetta virkar. Og af því að Microsoft hefur svona mikla markaðshlutdeild, þá verða vefhönnuðir að taka tillit til allra þeirra sem ekki hafa fyrir því að uppfæra hugbúnaðinn sinn. Þetta er kannski helsta ástæða þess að margir vefhönnuðir eiga í ákveðnu haturs sambandi við Microsoft. Það sama má segja um mörg fyrirtæki sem byggja afkomu sína á vefnum. Því í stað þess að geta byggt lausnir sem byggja á stöðlum, þá verður að taka tillit til þess sem Microsoft styður og gerir. Svo næst þegar þú heyrir einhvern sem vinnur við vefhönnun og þróun bölva Microsoft. Þá er það ekki endilega vegna þess að þeim finnist Bill Gates vera vondur maður sem ætli sér að ná heimsyfirráðum. Ástæðan er einfaldlega sú að oftar en ekki eru helstu höfuðverkir starfsins ættaðir frá Microsoft.
Ummæli