Væntanleg lægð í skrifum

Það má búast við því að það verði rólegt hér á næstunni. Málið er nefnilega að ég er að smíða nýtt Neverwhere. Sem verður með sinni eigin slóð. Það tekur hins vegar dálítinn tíma og ég þarf að rifja upp eitt og annað. Eins og t.d. notkun á FTP. Ég þarf líka að læra eitthvað smá. Til dæmis koma mér inn í hugbúnaðinn sem ég er að nota. Ég held líka að HTML kunnátta mín sé eitthvað komin til ára sinna. Ég hef til dæmis aldrei búið til XHTML vef. Svo ég ætla að nota tækifærið til þess að læra eitthvað. Uppfæra kunnáttu mína. En þetta mun væntanlega þýða eitthvað minni skrif hér. Tími ekki að hætta að sofa milli 4 og 7.

En tilnefningar fyrir vondulaga keppnina eru ennþá að berast. Hægt. Hvað er þetta með ykkur fólk? Ég er persónulega með svona 100 laga lista yfir vond lög. En ég græði ekkert á því. Því ég ætla að gefa einhverjum heppnum lesanda verðlaun. Er léttvín og góð tónlist ekki nógu freistandi? Látið vini og ættingja vita – mig vantar lög í keppnina (það má alveg senda nokkur). Svo kjósum við í næstu viku. Sendu mér póst á simmix2 hjá yahoo.com með þinni tilnefningu. Ef það verður valið versta lagið – þá færðu léttvínið og góða tónlist. Gerist ekki betra.

Ummæli

Vinsælar færslur