Allt skrifað með seinkun

Ég er með tannpínu í dag. Eða svona seiðing. Sem er bara hreint ekki skemmtilegt. Málið er sem sagt að ég þarf að láta endurnýja tannviðgerð. Er orðinn nokkur vanur því. Held ég sé meðal betri sjúklinga tannlæknisins míns. Sem reyndar finnst það ekki alveg nógu skemmtilegt hversu oft ég er í heimsókn. Held það hafi ekki náð því að líða hálft ár á milli heimsókna. Það svona tekur eitt við af öðru. Núna er ég sem sagt með bráðabirgða krónu. Undir henni er líklega það litla sem eftir er af jaxlinum sem er verið að gera við. Í þessum jaxli er mér illt í dag. Er búinn að vera í hálfgerðum vandræðum síðan ég beit svo fast á jaxlinn í leikfiminni um daginn að ég braut upp úr fyllingunni. Á morgunn er ég svo að halda í en eina ferðina.

Svo þessi tannpína veldur mér ákveðnum áhyggjum. Ef hún versnar gæti ég nefnilega endað í því að þurfa sækja mér tannlækni í útlandinu. Sem er ekkert endilega sérlega spennandi tilhugsun. Svo ætli það verði ekki bara stór skammtur af verkjatöflum. Heppilegt að það er auðvelt að komast í þær í útlandinu.

Þetta verður annars heilmikið ferðalag. Þetta er hátt í 12 tíma ferðalag frá því að ég legg af stað frá höfuðborginni. Svo nú verður spennandi að sjá hvort kenningin um flugveikina mína heldur. Mun ég fá kvef eða ekki? Reyndar ætti það líka að vera í góðu lagi í þessu útlandi. Þar er nefnilega auðvelt að verða sér út um lyf við öllu sem tengist flensu og kvefi. Svo sem ýmsu öðru líka.

Þarna ríkir sem sagt sú stefna að treysta fullorðnu fólki til þess að finna sér sjálft heppileg lyf við minniháttar verkjum. Sem hér fást ekki nema gegn heimsókn til heimilislæknis. Sem væntanlega kostar okkur eitthvað í rekstri heilbrigðiskerfis. En á móti kemur að við fáum líklega aðeins betri meðferð. En oft hef ég samt velt því fyrir mér hvort ekki væri þægilegra að geta fengið flensuhjálp í einu litlu hylki. Svona í staðinn fyrir að þurfa að kokka þetta saman sjálfur með því að kaupa 4 lyfjaglös.

Samkvæmt venju mun ég reyna að halda úti ferðasögu. Vona að mér eigi eftir að takast að koma efninu frá mér. Annars kemur hér inn löng ferðasaga við upphaf helgarinnar. Já og ég er að fara á þennan stað.

Ummæli

Blinda sagði…
Simmi, muna: "Mind over matter" repeat until desired affect is aquired :-)

Svo er bara að fá sér svona skurðstofugrímu og klæðast henni í vélinni - óþarfi að bjóða upp á aðra flensu-umferð.

Annars er ég búin að vera að leita að USA fara, vantar skó og augndropa :-) hehe
Simmi sagði…
Senda sms með skótegund, stærð og tegund dropa - aldrei að vita nema maður detti um þetta:-)

Vinsælar færslur