Þetta gæti komið á óvart

Ég á afmæli á árinu. Svo ég held það sé ekki seinna vænna að byrja að ýta að fólki góðum afmælisgjafa hugmyndum. Svona svo ég eigi ekki eftir að fá eintóma blómavasa. En aðeins áður en við komum að fyrstu hugmyndinni, þá fannst mér skemmtilegt að komast að því að ég er kústur. Samkvæmt Nornadagatalinu.

En snúum okkur þá að óskalistanum. Ég er að hugsa um að setja hérna inn reglulega afmælisgjafahugmyndir sem mér finnast skemmtilegar. Þær verða eflaust miklu fleiri en ég hef nokkra von um að fá. En gætu hjálpað til við valið. Svo þegar líður á árið og afmælið færist nær, þá birti ég væntanlega svakalegan lista með öllum hugmyndunum sem ég hef fengið yfir árið. Kannski með einhverjum niðurskurði.

Sem áhugamanni um vín og góða drykki þá finnst mér þetta tæki tilvalið til gjafa. The Lazy drinker. Ég er líka latur og þetta passar alveg við nördið í mér. Ekki spurning að ég myndi kunna að meta svona stóran pakka.

Mér finnast líka myndirnar sem hann Víðir málar mjög fínar. Mun halda eftir auðu plássi upp á vegg í von um að einhverjum finnst það sérstaklega góð hugmynd að gefa mér málverk.

Svo svona til þess að halda við mig upplífgandi mánudagsþemað mitt. Þá er hérna myndband dagsins. Far From Home með Tiga. Skemmtilegt eins og reyndar þessi ofur talent okkar Íslendinga. Nei, ekki Björk sem er reyndar að fá skemmtilega umfjöllun í New York Times, heldur Silvía sem slær í gegn í Japan fljótlega.

Svo varð ég bara að bæta þessu við. Alveg magnað dæmi. Hægt að komast á spjöld sögunnar. Spurning hvort einhverjir Íslendingar eigi ekki eftir að kaupa mílu.

Ummæli

Blinda sagði…
Víðir hefur greinilega svipaðan stíl og ég. Ættir að sjá þessar sem ég málaði til að setja í gluggana. Ein er næstum alveg eins og þessi nema blá. Sættirðu þig við eina "Linduss" á vegg. Kostar aðeins minna sjáðu ;)
Simmi sagði…
Aldrei að vita - þekki ekki Linduss eins vel og Víði samt:-) Svo er bara vonandi að ég hafi vegg pláss fyrir allt sem mig langar til að hengja upp - þetta er nefnilega bara upphafið að hugmyndunum (og langt í afmælið ennþá).

Vinsælar færslur