Ég verð geðveikur
Af því að reyna að koma þessu nýja bloggi mínu í gang. Svo þetta er allt á réttri leið. Ég er strax byrjaður að læra. Búinn að klúðra útliti einu sinni. Kom því í samt horf aftur. Þetta er greinilega svolítið eins og að læra að hjóla. Maður gleymir þessu ekkert svo létt. Akkúrat núna er ég á svona minimal bylgjulengd. Svona rússneskri hönnun. Engin óþarfi.
Hugmyndin hjá mér er nefnilega að byrja með næstum autt blað. Vinna mig svo áfram. Svo það gætu orðið nokkuð víðtækar breytingar áður en ég opna opinberlega. Eitt af því sem mig langar til þess að ná er að koma sem flestu yfir á íslensku. Er að skoða það allt saman. Ekki viss um að það náist samt.
Þetta er samt þræl öflugt tól sem ég er að nota. Hefði verið þægilegt að hafa eitthvað svona í höndunum fyrir rúmlega áratug. Þess í stað lærði maður að gera þetta allt í höndunum. Sem er kannski líka ágætt. Ég sé nefnilega að sú þekking er ekki alveg úrelt. En mikið er skemmtilegt að byrja aftur í svona pælingum. Orðið svo langt síðan síðast. En þetta er eins og að læra að hjóla, maður gleymir þessu svo sem ekkert. Það besta er að ég er raunar að vinna með grunnhönnun sem kemur með leyfi til breytinga. Svo ég þarf svo sem ekki alveg að byrja frá grunni. Sem auðveldar þetta töluvert. En ég er ekki alveg sáttur við þetta ennþá.
Svona að lokum ein spurning. Fannst engum nema mér undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri farinn að nota bleikt í auglýsingunum sínum? Eða er ég orðinn litblindur og blaðið mitt bara svona illa prentað?
Hugmyndin hjá mér er nefnilega að byrja með næstum autt blað. Vinna mig svo áfram. Svo það gætu orðið nokkuð víðtækar breytingar áður en ég opna opinberlega. Eitt af því sem mig langar til þess að ná er að koma sem flestu yfir á íslensku. Er að skoða það allt saman. Ekki viss um að það náist samt.
Þetta er samt þræl öflugt tól sem ég er að nota. Hefði verið þægilegt að hafa eitthvað svona í höndunum fyrir rúmlega áratug. Þess í stað lærði maður að gera þetta allt í höndunum. Sem er kannski líka ágætt. Ég sé nefnilega að sú þekking er ekki alveg úrelt. En mikið er skemmtilegt að byrja aftur í svona pælingum. Orðið svo langt síðan síðast. En þetta er eins og að læra að hjóla, maður gleymir þessu svo sem ekkert. Það besta er að ég er raunar að vinna með grunnhönnun sem kemur með leyfi til breytinga. Svo ég þarf svo sem ekki alveg að byrja frá grunni. Sem auðveldar þetta töluvert. En ég er ekki alveg sáttur við þetta ennþá.
Svona að lokum ein spurning. Fannst engum nema mér undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri farinn að nota bleikt í auglýsingunum sínum? Eða er ég orðinn litblindur og blaðið mitt bara svona illa prentað?
Ummæli
Ástæðan fyrir því að þetta vakti athygli mín er sú að í erninum þeirra var nefnilega einu sinni rauð rönd. Vegna þess að stélið átti að vera í fánalitunum. Þetta setti flokkinn víst á hliðina segir sagan. Þess vegna fannst mér það skemmtilegt að sjá þennan bleika lit í notkun:-)