Íþróttaborgin

Ég sit núna inn á hótel herberginu mínu í borg íþróttana. Eða það er það sem borgaryfirvöld hér eru að reyna að kenna þessa bandarísku borg við. Hafa svo sem nokkuð til síns máls. Hér eru til dæmis rætur körfuknattleiks. Eða í það minnsta svo skilst mér. Hér er líka ein frægasta kappakstursbraut í heimi. Frægasti kappaksturinn hér er kallaður Indy 500 og snýst um að keyrðir eru 500 hringir á brautinni. Ekki það að ég sé nein óskaplegur áhugamaður um akstursíþróttir.

En körfuknattleikur er hálfgerð þjóðaríþrótt á þessum slóðum. Sérstaklega háskólaboltinn. Mér skilst að við höfum verið að missa af úrslitaleiknum í þeirri deild. Sem þeir hér kalla mars brjálæðið. Þetta vissi leigubílstjórinn sem keyrði okkur frá flugvellinum. En hafði nú samt ekki hugmynd um hvaða lið hefði unnið. Komst að því í morgunn að lið frá Florida hafði unnið. Væntanlega frá háskólanum í Flórída.

Eins og alltaf í kringum svona íþróttamót þá var ýmislegt annað í gangi. Hér var raunar heljarmikil fögnuður. Skilst að ef við hefðum verið aðeins fyrr á ferðinni hefði okkur reynst erfitt að komast inn á hótelið. Hefðum getað séð John Cougar Mellencamp lifandi á sviðinu sem var hér út á torginu. Sem er skreyt risastóru minnismerki. Um stríð. Skilst að þessi borg sé skreyti fleiri minnismerkjum um stríð en nokkur önnur borg í Bandaríkjunum. En fékk þó ekki skýringu á því afhverju það stafar. Kannski af því að fólkinu hér finnst sárara að missa syni sína og dætur í stríðsrekstri en annars staðar. Eða kannski af því að þeim finnst bara skemmtilegra að byggja minnismerki.




Því miður hef ég ekki áttað mig ennþá á því hvernig ég sný þessari mynd. Svo þangað til verður þú að snúa höfiðnu.

Hér sveima líka fálkar fyrir höfðum fólks. Það er gert í því að fá þá til þess að gera sér hreiður í háhýsunum sem standa í miðbænum. Þetta þykir ekki bara skemmtilegt fyrir augað. Heldur þykja fálkarnir líka vera góð leið til þess að halda niðri dúfunum. Skemmtilegt til þess að hugsa að heima í borginni við sundinn hefur engum dottið þetta í hug. Ekki einu sinni VG. Væri ekki skemmtilegt ef það væri fálkahreiður á öllum hæstu húsum bæjarins. En kannski þeim þyki betra að koma sér fyrir í fjöllunum sem skreyta sjóndeildarhringinn. Sem lítið sést af á þessum slóðum.

Reyndar er þessi borg líka merkileg fyrir það að hún er byggð samkvæmt sama skipulagi og höfuðborgin. Sem var hönnuð af frakka. Veit ekki hvort W veit af því. En eins og Hafnarfjarðarbær eru þeir hrifnir af hringtorgum hér. Þess vegna er þessi borg líka kolluð borg hringtorgana. Kannski ef Hafnarfjörð vantar vinabæ þá kæmi þessi til greina.

Ummæli

Blinda sagði…
Er með hálsríg :-)

Skil ekki hringtorga-áráttu, ekki heldur hraðahindrana-áráttu.

Væri meira en til í að Fálkar svifu hér yfir húsþökum heldur en dúfuskammirnar. Eitthvað ofboðslega ævintýralegt við það.

Góða heimferð og komu.

Vinsælar færslur