Kaldhæðnin lifir í HÍ
Mér varð það á í morgunn að opna blað sem hafði komið til mín í vikunni. Það er merkt stúdentum. Gaman að sjá hvað það er mikið fjör hjá nemendum við Háskóla Íslands. Ekkert nema tóm gleðitíðindi í þessu blaði. Ég bókstaflega veltist um af hlátri yfir þessu einstaklega skemmtilega framlagi kátu nemana. Hver ritæfingin í kaldhæðni eftir aðra. Gaman að sjá hversu vel nemunum hefur tekist að þroska þennan ritstíl sinn.
Þetta byrjaði strax í ritstjórnargreininni. Ég þurfti ekki að lesa nema fyrstu nokkrar línurnar til þess að breitt bros færðist yfir andlit mitt. Þetta var þvílík snilld. Magnús Björn Ólafsson á greinilega framtíðina fyrir sér í ritsmíðum. Ennþá fyndnari var síðan hugvekja Elías Davíðssonar um 11. september 2001. Og svona hélt þetta áfram. Mér hreinlega svelgdist á morgunkorninu mínu af hlátri. Alveg óborganlegt. Ætli það sé einhver svo vitlaus að halda að þetta hafi verið skrifað í alvöru?
Mér finnst það skemmtilegt hversu áberandi húmor er orðinn í háskólasamfélaginu. Reyndar bjóst ég ekki við því að háskólanemar væru almennt svona fyndnir. Inn á milli komu snilldar greinar. Eins og til dæmis af fólkinu sem er að hætta að reka kaffistofuna þeirra. Eða kannski það hafi verið barinn. En þau eru að hætta. Svo mikið er ég með á hreinu. Þetta er svona aðeins öðruvísi fréttamat en maður er vanur. Yfirleit þykir það sæta meiri tíðindum að einhver sé að byrja rekstur. Þetta var bara svona í stíl við annað. Ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér að skrá mig í einhverja tíma þarna í HÍ til þess að geta fengið að upplifa þennan húmor frá fyrstu hendi. Fátt hefur ýtt eins undir það eins og lestur þessa blaðs.
Þetta byrjaði strax í ritstjórnargreininni. Ég þurfti ekki að lesa nema fyrstu nokkrar línurnar til þess að breitt bros færðist yfir andlit mitt. Þetta var þvílík snilld. Magnús Björn Ólafsson á greinilega framtíðina fyrir sér í ritsmíðum. Ennþá fyndnari var síðan hugvekja Elías Davíðssonar um 11. september 2001. Og svona hélt þetta áfram. Mér hreinlega svelgdist á morgunkorninu mínu af hlátri. Alveg óborganlegt. Ætli það sé einhver svo vitlaus að halda að þetta hafi verið skrifað í alvöru?
Mér finnst það skemmtilegt hversu áberandi húmor er orðinn í háskólasamfélaginu. Reyndar bjóst ég ekki við því að háskólanemar væru almennt svona fyndnir. Inn á milli komu snilldar greinar. Eins og til dæmis af fólkinu sem er að hætta að reka kaffistofuna þeirra. Eða kannski það hafi verið barinn. En þau eru að hætta. Svo mikið er ég með á hreinu. Þetta er svona aðeins öðruvísi fréttamat en maður er vanur. Yfirleit þykir það sæta meiri tíðindum að einhver sé að byrja rekstur. Þetta var bara svona í stíl við annað. Ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér að skrá mig í einhverja tíma þarna í HÍ til þess að geta fengið að upplifa þennan húmor frá fyrstu hendi. Fátt hefur ýtt eins undir það eins og lestur þessa blaðs.
Ummæli