Gat ekki á mér setið

Tók flottar vetrarmyndir á símann minn í morgunn. Ætlaði að vera svo sniðugur og henda þeim inn hér í dag. En mig vantar snúru. Kann ekki á aðrar aðferðir við að dæla efni frá símanum mínum yfir á tölvu. Er samt búinn að reyna bluetooth og innrautt. Ekkert virkar. Afhverju skildi bluetooth ekki vera þýtt en infrared er þýtt? Blátönn er auðvitað ekkert nema flott. Svo kannski koma hér myndir seinna í dag. Routerinn hefur verið með besta móti undanfarið. Þetta gæti gengið.

Hvernig væri svo að koma nú út úr skelinni og senda mér fleiri hugmyndir um vond lög. Ekki vera feimin(n) það kemur ekki fram hver sendir inn lagið - ef þið sendið mér póst á simmix2 hjá yahoo.com - hverjum langar ekki í gott rauðvín og gæða tónlist? Já, eða hvítvín (konfekt fyrir fólk undir tvítugu og/eða sem ekki drekkur) og gæða tónlist. Þetta gæti ekki verið einfaldara...

Ummæli

Fríða sagði…
Er ekki einfaldast að senda sér myndirnar úr símanum í tölvupósti? Það geri ég alltaf. Eða sem mms.
Simmi sagði…
úff hvað maður getur verið takmarkaður stundum. Þetta er auðvitað málið:-)

Vinsælar færslur