Kvöld með Katie

Stutt færsla. Svona í kjölfarið á tónleikunum með Katie. Sem var frábær. Svakalega fín söngkona. Þó hún sé ekki nema svona 160 cm á hæð. En svaka flott. Með alveg magnað band á bak við sig. Hefði kannski mátt vera aðeins meiri stemmning. En kannski var þetta bara fínt svona settlegt og notalegt. En flottast fannst mér eiginlega þegar hún var ein upp á sviðinu í lokin og tók Georgíska þjóðlagið. Þá heyrði maður svo vel hversu mikil rödd þetta er. Skipti ekki öllu þó maður skildi ekki eitt orð af textanum. Þetta hljómaði bara svo óskaplega vel. Skemmtilegt þegar maður er svona ánægður eftir kvöld með svona frábærum listamanni. Hefði verið æði að sjá hana bara eina á einhverjum litlum klúbbi með gítarinn. Einhverjar hafa eflaust verið nógu heppnir til þess.

Hvað svo sem þér finnst um þetta lag, þá er myndbandið algjör snilld. Switchfoot – We Are One.
Svona í tilefni dagsins þá bara verðið þið að skoða þessa stórmerkilegu frétt. Þetta er auðvitað ekkert annað en meiri háttar breakthrough í auglýsingamálum. Svefn auglýsingar.
Þessi færsla var skrifuð í kjölfar tónleikana. En komst aldrei inn. Ég er ennþá með tæknilegu vandræðin með innlegg á heimilinu. Spurning hvort ég eigi að hækka tilboðið upp í vínflösku og ost?

Ummæli

Blinda sagði…
Búið að þýða útlenskuna!!! :-)

En hvað ertu að segja Simmi?
Að smávaxnar konur eigi ekki að geta sungið vel? :-)

Margur er knár þótt hann sé smár manstu? En gott að þú skemmtir þér vel.
Simmi sagði…
Nei, nei, alls ekki að segja að litlar konur geti ekki sungið. Kylie hefði þá varla náð langt:-)

ps. þetta er skrifað utan heimilis míns, þar sem routerinn þar er haldinn illum anda. Sem harðneitar mér að ná sambandi við blogger.

Vinsælar færslur