Er á Iceweb 2006

Þetta er fín ráðstefna. Allt sem maður gæti hugsað sér. Góðir fyrirlesarar. Þráðlaust net. Furðulega margir sem ég þekki. Finnst það eiginlega skrítnast. Að hér er ég með fullum sal af fólki þar sem ég er að heilsa ótrúlega mörgum. Veit ekki hvort það er aldurinn eða reynslan af þessum geira. Nema það sé hvort tveggja.

Það sem af er, hafa fyrirlesarar algjörlega staðið undir væntingum. Þetta er algjörlega flottasta fólkið í þessum bransa. A listinn eins og einhver kallaði það. Hér er líka A listinn í þessum geira á Íslandi. Það yrði hljótt í vefmálum á Íslandi ef Laugardagshöllin yrði fyrir loftsteini.

Þó ég þekki fullt af fólki hérna, þá er líka alveg stór hópur sem ég hef aldrei séð áður. Sumt af því þekki ég reyndar aðeins, en hafði bara aldrei séð það svona í eigin persónu áður. Svo þetta var fínt tækifæri til þess að hitta það fólk.

Ég er svo í óða önn að byggja upp nýja bloggið mitt. Er kominn niður á nýtt útlit. Annað en ég byrjaði með. Þetta verður smá breyting. Nú er að sjá hvernig mér gengur að koma þessu í gang. Á eftir að lesa slatta af notendaleiðbeiningum ennþá.

Muna svo vondu laga keppnina. Senda mér hugmyndir á simmix2 hjá yahoo.com – sá sem útnefnir það lag sem verður valið verst mun fá rauðvín (eða hvítvín eða konfekt) og geisladisk með gæðatónlist að launum. Svo til þess að ýta undir flæðið – þá eru hér 2 hint. Titanic og Bodyguard.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ekki segja mér að þér finnst það vond lög?kannski ekki bestu lög í heim og einnig ofspiluð en ekki léleg....

ertu ekki búinn að fá eina tilnefningu frá mér?
Simmi sagði…
Tja, við skulum bara segja að þetta hafi verið hint:-) Jú, búinn að fá eina tilnefningu frá þér, en það má senda fleiri:-)

Vinsælar færslur