Viðurkenning fréttafíkils
Helgin var með rólegasta móti. Ekkert farið í 101. Enda verður maður að leyfa sér að hlaða rafhlöðurnar inn á milli. Ekki fráleit að segja að afmælisveisla ferðafélagans hafi líka alveg verið nóg. Óþarfi að ganga alveg fram af hulstrinu. Nóg á það lagt samt. Sat þess vegna heima hjá mér á laugardagskvöldi. Varla að ég vissi af því að ég ætti vini. Mokaði mig í gegnum dagblöð vikunnar.
Það er alveg ferlegt að vera svona eftir á í dagblaðalestrinum. Dag eftir dag er ég að sjá áhugaverða viðburði sem ég hefði haft áhuga á því að mæta á. Bara verst að þeir eru undantekningalítið liðnir þegar ég rek í þá augun. Sem veldur því að mér er svolítið farið að líða eins og ég lifi í fortíðinni. En þetta á bara við um dagblöðin. Ég sæki mér orðið fréttir fyrst og fremst á Netið. Les mbl, visir, nytimes, bbcnews á hverjum degi. Auk fjölda annarra frétta miðla sem ég heimsæki, þó það sé ekki á hverjum degi.
Þennan frétta áhuga fékk ég í arf frá pabba. Pabbi er svona maður sem ekki má missa af fréttatíma. Ég á fjölda minninga um heimili þar sem kveikt var á hverju viðtæki svo pabbi gæti gengið á milli herbergja án þess að missa niður þráðinn í fréttatímunum. Það var auðvitað ómögulegt að smitast ekki af þessum áhuga. Ég stend sjálfan mig alveg að því að byrja á fréttatímum útvarpsins kl 6 og svo er fréttatengt efni í gangi fram til hálf níu. Ég er jafnvel að lesa þessi 3 dagblöð sem hingað koma á sama tíma. Svo ég er eflaust ekkert mikið skárri. Þetta hefur þó breyst aðeins.
Málið var nefnilega að ég fór að sækja átaksnámskeið. Sem stóð yfir á sama tíma (svona nokkurn veginn) eins og fréttatímar fjölmiðlana. Svo ég hafði hreinlega ekki tækifæri til þess að ná þeim. Svo hef ég ekki ennþá komið mér upp fjölmiðli í eldhúsinu. Sakna þess inn á milli, en finnst það samt sem áður ágætt. Einbeiti mér bara betur að matreiðslunni í staðan. Veit auk þess að ég get alltaf séð og heyrt í þessum fréttatímum á Netinu. Geri það svo sjaldan, en vissan heldur mér rólegum. Veit að ég er hreint ekki einn um það að eiga við þessa fréttafíkn að etja. En Netið hefur veit mér og fleiri sem eiga við svipað vandamál að etja mikla hugsvölun.
Ég er nefnilega nægilega gamall til að muna þá tíð að hér var lítil fjölmiðlun. Vissulega voru hér gefin út dagblöð, héraðsfréttablöð og haldið úti fjölmiðli í ríkiseign. En þetta er þó ekki nema örlítið brot af því sem stóð til boða þegar haldið var út fyrir landsteinana. Það er líka ákaflega skemmtilegt að skoða prentmiðlana frá þeim tíma þegar ég var að taka mín fyrstu skref. Formlegheitin svo ofboðsleg eitthvað. Umræðan svo skelfilega stirð. Þetta hlýtur samt að hafa batnað. Í það minnsta fannst mér íslensk fjölmiðlun standast samanburðinn nokkuð vel þegar ég var kominn til Bandaríkjanna í nám. Kannski við eigum en eitt heimsmetið miðað við höfðatölu þarna.
Það er alveg ferlegt að vera svona eftir á í dagblaðalestrinum. Dag eftir dag er ég að sjá áhugaverða viðburði sem ég hefði haft áhuga á því að mæta á. Bara verst að þeir eru undantekningalítið liðnir þegar ég rek í þá augun. Sem veldur því að mér er svolítið farið að líða eins og ég lifi í fortíðinni. En þetta á bara við um dagblöðin. Ég sæki mér orðið fréttir fyrst og fremst á Netið. Les mbl, visir, nytimes, bbcnews á hverjum degi. Auk fjölda annarra frétta miðla sem ég heimsæki, þó það sé ekki á hverjum degi.
Þennan frétta áhuga fékk ég í arf frá pabba. Pabbi er svona maður sem ekki má missa af fréttatíma. Ég á fjölda minninga um heimili þar sem kveikt var á hverju viðtæki svo pabbi gæti gengið á milli herbergja án þess að missa niður þráðinn í fréttatímunum. Það var auðvitað ómögulegt að smitast ekki af þessum áhuga. Ég stend sjálfan mig alveg að því að byrja á fréttatímum útvarpsins kl 6 og svo er fréttatengt efni í gangi fram til hálf níu. Ég er jafnvel að lesa þessi 3 dagblöð sem hingað koma á sama tíma. Svo ég er eflaust ekkert mikið skárri. Þetta hefur þó breyst aðeins.
Málið var nefnilega að ég fór að sækja átaksnámskeið. Sem stóð yfir á sama tíma (svona nokkurn veginn) eins og fréttatímar fjölmiðlana. Svo ég hafði hreinlega ekki tækifæri til þess að ná þeim. Svo hef ég ekki ennþá komið mér upp fjölmiðli í eldhúsinu. Sakna þess inn á milli, en finnst það samt sem áður ágætt. Einbeiti mér bara betur að matreiðslunni í staðan. Veit auk þess að ég get alltaf séð og heyrt í þessum fréttatímum á Netinu. Geri það svo sjaldan, en vissan heldur mér rólegum. Veit að ég er hreint ekki einn um það að eiga við þessa fréttafíkn að etja. En Netið hefur veit mér og fleiri sem eiga við svipað vandamál að etja mikla hugsvölun.
Ég er nefnilega nægilega gamall til að muna þá tíð að hér var lítil fjölmiðlun. Vissulega voru hér gefin út dagblöð, héraðsfréttablöð og haldið úti fjölmiðli í ríkiseign. En þetta er þó ekki nema örlítið brot af því sem stóð til boða þegar haldið var út fyrir landsteinana. Það er líka ákaflega skemmtilegt að skoða prentmiðlana frá þeim tíma þegar ég var að taka mín fyrstu skref. Formlegheitin svo ofboðsleg eitthvað. Umræðan svo skelfilega stirð. Þetta hlýtur samt að hafa batnað. Í það minnsta fannst mér íslensk fjölmiðlun standast samanburðinn nokkuð vel þegar ég var kominn til Bandaríkjanna í nám. Kannski við eigum en eitt heimsmetið miðað við höfðatölu þarna.
Ummæli
Þannig missirðu aldrei af neinu.
Allt annað eru bara liðnar sögur sem stundum er gaman að skoða.