Ætli þetta sé góð hugmynd?
Það er sumar í loftinu í dag. Ég er að vonast til þess að páskaliljurnar úti í garði hjá mér nái að blómstra um páskana. Það væri skemmtilegt. Eitt af því sem fylgir þessum árstíma er að skipta um dekk á bílnum. Ég er algjörlega forhertur í notkun minni á nagladekkjum. Mig bókstaflega langar ekki að reyna að keyra um Ísland á neinu öðru. Ég veit svo sem að þetta er eins og að skafa ofan af malbikinu á hverjum degi. Skapar mengun. Gula drullu sem svífur yfir borginni. Sé þetta bókstaflega á rykmagninu sem kemur inn um gluggana seinni partinn á veturna. En ég er forhertur. Læt mig hafa það að keyra á nagladekkjunum.
Það er annars svolítið merkilegt að eiga heima á stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Því það hefur skapast alveg mögnuð umferðarstífla við Garðabæ. Á hverjum virkum degi í lok vinnudagsins sit ég í bílnum. Í fyrsta gír. Ég er orðinn vanur þessu. Veit að það tekur mig ákveðinn tíma að komast þessa metra ef ég er að ferðast á þessum tíma. En þetta er nokkuð ótrúleg umferðarteppa. Því bílaröðin nær oftar en ekki alla leið undir Arnarnes brú. Reyndar versnar þetta heldur þegar eitthvað er um að vera í Kópavoginum. Eins um daginn þegar þar var haldinn matar og ferðasýning.
Það merkilega er að þarna var um daginn lagður vegkantur. Sem gerði bílstjórum kleyft að stytta sér leið. Virkaði svona sem þriðja akreinin. Hægt að keyra síðan í gegnum Olísstöðina og komast fram fyrir bílaröðina. Þetta þótti löggæslumönnum og gatnagerðarfólki slæmt. Svo nú hafa verið settir vegtálmar. En reyndar ennþá hægt að stytta sér örlítið leið, svona ef maður þarf að beygja í Sjálandið. Raunar hefði mér fundist eðlilegast að þessi leið væri merkt strætó. Strætó og leigubílar mættu fara þessa þriðju akrein. Svona eins og ég hef séð í mörgum stórborgum. Sömuleiðis fyndist mér sniðugt ef ákveðnar akreinar væru fyrir þá sem keyra með fleiri en sjálfa sig. Forgangsakrein sem stuðlaði að því að við værum ekki alltaf ein í bílunum okkar. Það hefur gefist ágætlega í Washington DC veit ég. Svæðið væri vaktað með myndavélum og verulegar sektir ef ökumenn væru teknir einir í bílunum. Þetta er svona hugmynd.
Þetta er svo yndisleg viðbót sem ég var að sjá og á bara svo svakalega vel við það sem ég var að skrifa hér að ofan. A Meditation On the Speed Limit. Endilega horfa til enda.
Það er annars svolítið merkilegt að eiga heima á stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Því það hefur skapast alveg mögnuð umferðarstífla við Garðabæ. Á hverjum virkum degi í lok vinnudagsins sit ég í bílnum. Í fyrsta gír. Ég er orðinn vanur þessu. Veit að það tekur mig ákveðinn tíma að komast þessa metra ef ég er að ferðast á þessum tíma. En þetta er nokkuð ótrúleg umferðarteppa. Því bílaröðin nær oftar en ekki alla leið undir Arnarnes brú. Reyndar versnar þetta heldur þegar eitthvað er um að vera í Kópavoginum. Eins um daginn þegar þar var haldinn matar og ferðasýning.
Það merkilega er að þarna var um daginn lagður vegkantur. Sem gerði bílstjórum kleyft að stytta sér leið. Virkaði svona sem þriðja akreinin. Hægt að keyra síðan í gegnum Olísstöðina og komast fram fyrir bílaröðina. Þetta þótti löggæslumönnum og gatnagerðarfólki slæmt. Svo nú hafa verið settir vegtálmar. En reyndar ennþá hægt að stytta sér örlítið leið, svona ef maður þarf að beygja í Sjálandið. Raunar hefði mér fundist eðlilegast að þessi leið væri merkt strætó. Strætó og leigubílar mættu fara þessa þriðju akrein. Svona eins og ég hef séð í mörgum stórborgum. Sömuleiðis fyndist mér sniðugt ef ákveðnar akreinar væru fyrir þá sem keyra með fleiri en sjálfa sig. Forgangsakrein sem stuðlaði að því að við værum ekki alltaf ein í bílunum okkar. Það hefur gefist ágætlega í Washington DC veit ég. Svæðið væri vaktað með myndavélum og verulegar sektir ef ökumenn væru teknir einir í bílunum. Þetta er svona hugmynd.
Þetta er svo yndisleg viðbót sem ég var að sjá og á bara svo svakalega vel við það sem ég var að skrifa hér að ofan. A Meditation On the Speed Limit. Endilega horfa til enda.
Ummæli