Sumar fjárfesting

Ég er að hugsa um fjárfestingar þessa dagana. Ekki neinar stór fjárfestingar reyndar. En samt smá. Ég er nefnilega að hugsa um að fjárfesta í 2 hjóla fararskjóta. Vandamálið er hins vegar að ég hef hreint ekki hugmynd um hvað ég þarf að hafa í huga þegar gripurinn er valinn. Það eru nefnilega liðnir hátt í tveir áratugir síðan ég fjárfesti mér síðast í svona grip.

Reyndar er það þannig að ég hef líka verið að velta fyrir mér fjárfestingum í grilli. En þar vantar mig aðstöðu. Fyrir utan að ég held að það sé ekkert sérlega skemmtilegt að grilla fyrir sjálfan sig. Miðað við hversu erfiðlega mér gengur stundum að komast í gegnum eldamennskuna við eldavélina, þá er held ég að grillið muni bara safna ryði.

En hjólið er ég sannfærður um að ég myndi nota. Sé alveg fyrir mér að ég gæti tekið hjólið og rúllað út um allt stór Hafnarfjarðarsvæðið. En áður en þar að kemur þarf ég að átta mig eitthvað aðeins betur á þessu. Veit svo sem að þetta snýst ennþá um 2 hjól. En að öðru leiti er ég gjörsamlega úti að aka.

Annað sem ég hef velt fyrir mér eru línuskautar. Þekki þó nokkra sem eyða sumrinu helst ekki nema með skautana á löppunum. Eitthvað hefur þetta þó vafist fyrir mér. Þetta með að koma mér af stað. Veit varla hvort það sé heppilegt fyrir mig að byrja á þessu. Er jafn vitlaus í því að velja mér skauta eins og hjólið. Verkefni vikunnar verður að finna út úr þessu.

Ummæli

Blinda sagði…
Hjól er hjól, nema þú ætlir að fara að keppa í Tour de France!
Góð hjól þurfa því ekki að kosta neina formúu. Frábær hjól....well
En...
Stillanlegt sæti sem er ekki of mjótt er must, einnig stillanlegt stýri. Örugglega gott fyrir þig að kaupa hjól þar sem þú liggur ekki of lágt fram á við. Breið dekk, ca 5 gírar, léttur rammi og yo're all set.

Skautar á verðbilinu 15-16 þús. Smelluskautar með góðum ökklastuðning. Léttir með háum hjólum. Kaupir með hraðskreiðum dekkjum og góðri bremsu. Kaupir hægari dekk með til að byrja á og aukabremsu til að setja undir þegar þú ert búinn að spæna hina upp til banana. :-) Passar að þeir særi þig ekki eða nuddi í kringum kúlubeinin eða á kálfanum og ef þú ert með plattfót - innlegg. Hné, olnboga og úlnliðshlífar. Hjálm ef þú þorir - persónulega hef ég mig ekki í það, en... Síðan er að fá einhvern til að leiða sig í gegnum fyrstu sporin :-)
Nafnlaus sagði…
Jiii... ég var inni í bílskúr hjá mömmu og popp um daginn heldurðu að ég hafi ekki fundið gamla 10 gíra DBS hjólið mitt. Það lá við að ég óskaði þess að vera 101 rotta.. það er svo mátulega retro.
Stórglæsilegt. Ég man enn hvað það var GEEEEEEÐVEIKT þegar ég fékk það, sem hefur líklega verið í kring um 1982-3 eða svo.

Nú finnnst mér eiginlega, búandi í úthverfinu, að ég verði að vera á 37 gíra fjallahjóli með loftkældum bremsum, útvarpi og bjórkæli. Þó ég fengi svoleiðis flottheitahjól hugsa ég að ég yrði samt ekki eins ánægður og ég varð þegar ég fékk DBS:ið á sínum tíma.
Skrýtið.

Vinsælar færslur