Göngum, göngum
Í morgunn gekk ég á Stapatind með gönguhópnum góða. Þessar laugardagsgöngur í íslenska vorveðrinu eru ekkert annað en snilld. Fékk meira að segja nýjan göngufélaga. Sem er alltaf skemmtilegt. Eins og ég hef minnst á áður þá er hugmyndin sú að ganga á Hornströndum í sumar. Hópurinn er eitthvað að stækka þó hægt gangi. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á því að koma í ævintýri með okkur, þá sendu mér endilega kveðju. Allir velkomnir og því fleiri sem bætast í hópinn því skemmtilegra verður þetta. Við erum komin með áætlun.
5. júlí – Farið til Ísafjarðar
6. júlí – Farið frá Ísafirði til Hornvíkur
7. júlí – Hornvík til Hælavíkur – göngulýsing
8. júlí – Hælavík til Hesteyrar
9. júlí – Hesteyri til Aðalvíkur - göngulýsing
10. júlí - Aðalvík
11. júlí – Aðalvík til Ísafjarðar
12. júlí – Farið frá Ísafirði
Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé ferð fyrir óvana, en fyrir vant fólk í sæmilegu formi ætti þetta að verða ævintýri. Það verða einhverjir útlendingar með okkur og þess vegna hefur verið settur saman útbúnaðarlisti fyrir þá sem langar að kíkja með en eru ekki alveg vissir um hvað þyrfti að taka með.
Eitt af nauðsynlegum tækjum í göngum á Hornströndum er GPS tæki. Svo jólasveininn kom með eitt slíkt handa mér. Sem ég hef verið að reyna að læra á síðan. Svona svo ég viti nú hvað ég er að gera á Hornströndum. Notendahandbókin hefur verið dregin fram og nú verður tekið til við að lesa og læra. Merkilegt annars þetta með notendahandbækur. Einhvern veginn finnst manni maður aldrei þurfa að lesa þær. En líklega sniðugra að lenda ekki í vandræðum upp á heiði.
Þetta verður annars skipulagt með það fyrir augum að fá sem mest út úr þessu. Ég er byrjaður að fórna til veðurguðana. Kannski þess vegna sem routerinn minn er andsetinn. Búálfurinn hefur ekki verið nógu ánægður með athyglisleysið. Skilst að þeir geti verið erfiðir hérna í Hafnarfirðinum.
5. júlí – Farið til Ísafjarðar
6. júlí – Farið frá Ísafirði til Hornvíkur
7. júlí – Hornvík til Hælavíkur – göngulýsing
8. júlí – Hælavík til Hesteyrar
9. júlí – Hesteyri til Aðalvíkur - göngulýsing
10. júlí - Aðalvík
11. júlí – Aðalvík til Ísafjarðar
12. júlí – Farið frá Ísafirði
Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé ferð fyrir óvana, en fyrir vant fólk í sæmilegu formi ætti þetta að verða ævintýri. Það verða einhverjir útlendingar með okkur og þess vegna hefur verið settur saman útbúnaðarlisti fyrir þá sem langar að kíkja með en eru ekki alveg vissir um hvað þyrfti að taka með.
Eitt af nauðsynlegum tækjum í göngum á Hornströndum er GPS tæki. Svo jólasveininn kom með eitt slíkt handa mér. Sem ég hef verið að reyna að læra á síðan. Svona svo ég viti nú hvað ég er að gera á Hornströndum. Notendahandbókin hefur verið dregin fram og nú verður tekið til við að lesa og læra. Merkilegt annars þetta með notendahandbækur. Einhvern veginn finnst manni maður aldrei þurfa að lesa þær. En líklega sniðugra að lenda ekki í vandræðum upp á heiði.
Þetta verður annars skipulagt með það fyrir augum að fá sem mest út úr þessu. Ég er byrjaður að fórna til veðurguðana. Kannski þess vegna sem routerinn minn er andsetinn. Búálfurinn hefur ekki verið nógu ánægður með athyglisleysið. Skilst að þeir geti verið erfiðir hérna í Hafnarfirðinum.
Ummæli
Til hamingju með andsetjuleysið og gleðina :-)......ja og leiðbeiningahandbókarbæklinga ..
hehe