Gleðilegt sumar...
Dagurinn í dag var góður dagur. Sumardagurinn fyrsti. Þetta er hátíðisdagur sem mér finnst skemmtilegur. Finnst það til dæmis góður siður að gefa sumargjafir. Sem gekk ágætlega á meðan fjölskyldan mín var aðeins stærri. En síður í ár. Reyndar fékk ég skemmtilega sumargjöf. En það er önnur saga. En sumardagurinn fyrsti er svo yndislega íslenskur frídagur. Næstum sá eini sér íslenski sem við eigum.
Ég er líka algjört sumarbarn. Þó ég hafi ekki fæðst að sumri til. Þrátt fyrir ofnæmið. Þá er eitthvað sem höfðar til mín varðandi græna litinn sem færist á túnin. Finnst þau bara ekki jafn skemmtileg svona fölgul. Núna þarf bara að koma veruleg rigning í svona viku. Til þess að koma þessu öllu af stað. Stíf suðvestan átt með hita. Í svona viku. Svo má vera sól fram í október. As if.
Ein af mínum skýrustu æskuminningum er einmitt frá sumardeginum fyrsta. Þá var ég yngri og vitlausari. Eða yngri og ekki eins víðlesinn. Hélt sem sagt að um leið og sumarið kæmi, þá yrði bara allt grænt og hlýtt. Svona á svipstundu. Held að ég sé ekki einn um að hafa haldið það. Vona ekki. En í það minnsta man ég eftir ökuferð til Þingvalla á sumardaginn fyrsta. Það sem ég man greinilegast af öllu var að þegar við vorum að keyra yfir Mosfellsheiðina, þá byrjaði að snjóa. Ég missti eitthvað af barnslegu sakleysi mínu þann daginn. Sumarið kom ekki þó það stæði í dagatalinu. Það var eitthvað annað sem réði því.
En gleðilegt sumar kæru lesendur. Ég vona að þið hafið átt góðan dag í dag.
Ég er líka algjört sumarbarn. Þó ég hafi ekki fæðst að sumri til. Þrátt fyrir ofnæmið. Þá er eitthvað sem höfðar til mín varðandi græna litinn sem færist á túnin. Finnst þau bara ekki jafn skemmtileg svona fölgul. Núna þarf bara að koma veruleg rigning í svona viku. Til þess að koma þessu öllu af stað. Stíf suðvestan átt með hita. Í svona viku. Svo má vera sól fram í október. As if.
Ein af mínum skýrustu æskuminningum er einmitt frá sumardeginum fyrsta. Þá var ég yngri og vitlausari. Eða yngri og ekki eins víðlesinn. Hélt sem sagt að um leið og sumarið kæmi, þá yrði bara allt grænt og hlýtt. Svona á svipstundu. Held að ég sé ekki einn um að hafa haldið það. Vona ekki. En í það minnsta man ég eftir ökuferð til Þingvalla á sumardaginn fyrsta. Það sem ég man greinilegast af öllu var að þegar við vorum að keyra yfir Mosfellsheiðina, þá byrjaði að snjóa. Ég missti eitthvað af barnslegu sakleysi mínu þann daginn. Sumarið kom ekki þó það stæði í dagatalinu. Það var eitthvað annað sem réði því.
En gleðilegt sumar kæru lesendur. Ég vona að þið hafið átt góðan dag í dag.
Ummæli