Á ferðalagi

Þessi dagur byrjaði snemma. Fyrir klukkan 7 í morgunn. Að íslenskum staðartíma. Þegar þetta er skrifað þá er ég á einhverju óskilgreindu tímabelti. Líklega EDT. Sem ég held að standi fyrir Eastern Daylight Savings time. En í morgunn vaknaði ég sem klukkan 7. Er að klára þetta blogg um 4 leitið. Sem er miðnætti að staðartíma. Annars var þetta stress eins og oft áður þegar ég fer í þessar styttri ferðir. Maður er ekki í fríi. Það er ekki eins og ég geti hlakkað til þess að slaka á. Þess vegna byrjaði dagurinn svona snemma. Eins gott að ég er vel útbúinn.

Annars finnst mér ennþá jafn magnað að fljúga í þessa áttina. Dagurinn endar nefnilega ekki. Heldur flýgur maður bara í glampandi sól. Þegar maður hefur farið í nokkrar svona ferðir þá lærir maður ákveðna hluti. Sá því einhvern tíma haldið fram að það væri hægt að þekkja þá í sundur sem eru að ferðast í viðskipta erindum og hina sem eru að fara í frí í öryggishliðinu. Þú veist þessu þar sem þú átt að labba í gegnum hlíð sem pípir ef þú ert með málm í vasanum. Ef það pípir þá ertu á leiðinni í frí.

Einhvern tíma þegar ég var í London þá þurfti ég að ganga í gegnum svona hlið. Stóð í nokkuð langri röð og beið eftir því að komast að. Í röðinni eru svona leiðbeiningar um hvað þú ættir að taka úr vösunum. Smámynt, farsíma, veski og aðra málmhluti. Þetta gekk allt sæmilega. Svona eins og gengur. Alltaf einhverjir sem virðast ekki alveg vera með þetta á hreinu. Eins og þeir fjórir ágætu menn sem voru á undan mér í röðinni. Tækið pípti á þá alla. Þeir voru með veskinn í vasanum. 3-4 farsíma hver. En hafði greinilega ekki dottið í hug að þetta myndi kalla fram píp. Í dag þá hendi ég bara öllu á bandið. Passa mig að vera ekki með neitt í buxnavösum. Allt hitt beint á beltið. Enda pípir aldrei.

En þetta ferðalag allt saman er líka ákveðin prófraun fyrir mig. Ég þori ekki að nefna á hverju aftur. Því ég fékk svo hroðalegt skítkast síðast. Ætla mér ekki að sanna kenninguna um veiklyndi karlmanna. Heldur kenninguna um “mind over matter”. Það er fín hugmynd. Það verður í það minnsta athyglisvert að sjá hvernig hún á eftir að gera sig á eftir. Svona þegar verður komið fram yfir miðnætti að íslenskum tíma. En ég mun ekki setja inn eina færslu hingað inn sem bendir til þess að ég sé kominn með. Já, nei, ég ætla ekki einu sinni að falla í þessa gröf.

Ummæli

Blinda sagði…
Já......og koma svo :-)
Ekkert snöfl núna! Hehehe.

Vonum að þú sleppir og að ferðin verði ánægjuleg í alla staði.

(Búin að týna sms númeri.....úps
:-) en ef....sem við vonum samt reyndar ekki - þú átt leið inn í dópbúð. Visine eye drops??)
Nafnlaus sagði…
ég er alveg úti á túni...hvað ertu að tala um að þú megir ekki tala um???
Simmi sagði…
Þetta frá því ég var síðast á ferðinni. Kíktu á athugasemdirnar hér

http://simmix1.blogspot.com/2006/03/leiinni-heim.html

Vinsælar færslur