Afmælisboðið komið í hnút
Ég er svo heppinn að eiga afmæli rétt fyrir jólin. Þetta hefur í gegnum tíðina haft það í för með sér að það hefur verið erfitt fyrir mig að halda upp á daginn. Núna á ég hins vegar nokkuð stórt afmæli. Svo ég hafði gert ráðstafanir til þess að halda upp á þetta. Hélt ég væri kominn með planið. Þegar þetta fór allt í baklás. Meira VIP en ég sem tók af mér staðinn. Eða þannig. Nú er ég bara að redda mér nýjum stað. Eða reyna það. Vona bara að ég geti haldið veisluna.
Ummæli