Allt í einu koma jól

Jólin hafa læðst að mér þetta árið. Kannski vegna þess að það hefur verið óvenju mikið um að vera hjá mér. Í það minnsta er ég alveg á síðasta snúning með undirbúninginn þetta árið. Hafði vonast til að það yrði með öðrum hætti. Ætlaði mér að vera svakalega duglegur. Baka smákökur. Vera búinn að kaupa jólagjafir í byrjun mánaðar. Jafnvel leggja í meiri háttar jólaskreytingar og trjákaup. Þau plön hafa ekki gengið eftir.

Ég hef svolitlar áhyggjur af þessu öllum saman. Náði reyndar að klára jólakortaskrif. Það er segja þau sem ekki verða rafræn þetta árið. Mér finnst það nefnilega skemmtilegur siður að senda jólakort. Það kemur mér í jólaskap að setjast niður. Finna listann sem gerður var fyrir nokkrum árum. Setjast síðan við skriftir. Þetta ætlaði ég svo sem að vera búinn að fyrr. En það er eins og eitthvað hafi þvælst fyrir mér þetta árið. Því ég er ekki einu sinni búinn að kaupa allar jólagjafir ennþá. Ekki eins og það sé langur listi. En sumt var bara ekki hægt að kaupa í New York.

En ég hef þó undirbúið mig ágætlega fyrir jólin. Er reyndar ekki ánægður með hlýindin þetta árið. Rok, rigning og hlýindi eru einfaldlega ekki veðrið sem kemur mér í jólastemningu. En ég er farinn að undirbúa hátíðina. Smákökur komnar í hús. Búin að leggja grunn að einhverjum jólaheimsóknum. Veit að þetta á eftir að verða smá stress. Klára að gera allt fínt, pakka öllu inn, koma pökkum í réttar hendur. En eins og alltaf þá mun það hafast. Vona að ykkur gangi öllum vel við að undirbúa ykkar jól. Vonandi gleymi ég líka ekki að senda öllum jólakveðjur. Þó þær verði bara rafrænar.

Ummæli

Barbie Clinton sagði…
Jólin koma hvort sem að búið sé að baka og jólakorta eður ei.
Nafnlaus sagði…
Gleðileg jól Simmi og takk fyrir gönguferðirnar í sumar:)

Vinsælar færslur