Metropolis hálfleikur dagur 2

Það fór eins og hafði verið spáð. Það rigndi í New York í dag. Þar sem við feðgarnir vorum illa brenndir á því að hafa verið full léttklæddir í gær. Vorum við auðvitað alltof mikið klæddir í dag. Það fylgdi nefnilega vatnsveðrinu. Að hitastigið hækkaði. Þetta hefði ég svo sem átt að vita. En svona er maður stundum þykkur.

En við fórum í búðir. Vorum mættir í Paragon Sports rétt í þann mund sem opnaði klukkan 10 í morgunn. Fengum þess vegna eðalþjónustu. Sá gamli náði að versla og sömuleiðis ég. Kíktum inn í Barnes and Noble við Union Square. Mér líkar alltaf vel við að koma á Union Square. Það er stemmning vegna þess að þar eru sölutjöld. Bændur úr sveitunum koma og selja afurðir. Fullt af lífrænt ræktuðu. Annars keypti ég ekkert í Barnes and Noble. Sakna þess að hafa ekki umsögn lesenda eins og á Amazon.com. Merkilegt hvað ég er orðinn vanur því að versla á Netinu. Finnst hitt eiginlega hálf skrítið.



Eftir hádegisverð var farið í Macy’s. Stærstu verslun sinnar tegundar í heimi. Ég er kátur með að versla þar. Finnst þjónustan fín. Mikið og gott úrval. Enda söfnuðum við fleiri pokum þar. Kíktum svo aðeins inn í H&M. Ég er nú bara að ná svona þessu dull og boring stuffi þar. Erum í hálfleik. Sá gamli ætlar að taka slökun á meðan ég tek næsta hring.

Ummæli

Vinsælar færslur