Á flugi yfir Grænlandi
Það er orðið óvenjulegt að ég sé á ferðalagi mér til skemmtunar. Oftast eru þetta ferðir vegna vinnu. Sem er ekkert slæmt. Ég hef smátt og smátt komið mér upp siðum sem gera vinnuferðirnar þolanlegri. Eins og til dæmis það að ferðast bara með handfarangur. Á reyndar eftir að kynnast stríðinu gegn raka frá fyrstu hendi. En það mun líklega hafa einhver áhrif á það hvað ég pakka niður í tösku. Málið er nefnilega að þegar ég ferðast einn, þá er ekkert leiðinlegra en að þurfa að sitja og bíða einhverstaðar. Fátt leiðinlegra en að hanga við færiband á flugstöð og bíða eftir tösku. Sem kannski kemur. Kannski ekki.
Fyrir nokkrum árum þá vorum ég og mín fyrrverandi á ferðalagi. Nokkuð löngu ferðalagi. Flugum næstum frá Kyrrahafinu og til Íslands. Þegar við vorum að tékka okkur inn í flugið í einni af fjölmennustu (og hugsanlega stærstu og jafnvel menguðustu) borgum heims. Þá var okkur sagt að við þyrftum á einum stað að ná í töskurnar okkar. Höfðum gefið okkur góðan tíma. Vildum nefnilega ná því að anda aðeins á leiðinni. Ekki hafa þetta neitt stress. Sem var fínt plan. Bara verst hvernig það fór.
Við byrjuðum á því að standa við færiband í nokkuð langan tíma. Ekki komu töskurnar okkar. Við biðum þar til öll von var úti. Ekki komu töskurnar. Svo við komum okkur í farangurs afgreiðslu flugfélagsins. Svona í von og óvon. Við höfðum flogið frá einu landi og millilent. Svo við vorum ekkert endilega viss um að töskurnar hefðu fylgt okkur eftir. En þarna tók nýr höfuðverkur við. Málið var að fyrir framan okkur var ung kona. Greinilega að koma frá Afríku. Sem hafði ekki fengið töskurnar sínar. En vandamálið var að hún talaði enga ensku. Eða ekki mjög mikla. Eiginlega bara nokkur orð. En sá sem var í forsvari fyrir flugfélagið talaði hins vegar litla frönsku. Sem þessi frá afríku gerði hins vegar. Svo við lentum þarna í löngu samtali. Þar til allt í einu einhver kom í biðröðina sem talaði frönsku. Gat hjálpað. Þá kom í ljós að konan hafði flogið frá heimalandi sínu. Til Bandaríkjanna í gegnum New York. Var síðan komin á flugvölinn sem við vorum stödd á. En þegar hún fór í gegnum toll í New York. Þá hafði hún ekkert verið að taka töskurnar sínar. Hafði ekki búist við því að þurfa þess. Þess afríska prinsessa hafði bara hreinlega ekki látið sér detta í hug að slíkt þyrfti hún að hugsa um. En við þetta taut og tuð. Þá hafði sá tími sem við ætluðum að nota í afslöppun liðið. Við vorum orðin frekar svartsýn á þetta.
En ég mun ekki segja vont orð um Delta. Þeir höfðu nefnilega gert betur en innritunarborðið á upphafspunkti okkar gerði ráð fyrir. Farangurinn okkar hafði verið fluttur í Icelandair vélina án nokkurra vandkvæða. Skilaði sér allur og í fína lagi alla leið. En í dag er ég reyndar með farangur. Er nefnilega ekkert á ferðalagi á vegum vinnunnar. Heldur á leiðinni í frí. Dálítið furðulegt að sitja og sjá sólina koma upp aftur. Það er það sem magnað við að ferðast í þessa átt að vetri til.
Fyrir nokkrum árum þá vorum ég og mín fyrrverandi á ferðalagi. Nokkuð löngu ferðalagi. Flugum næstum frá Kyrrahafinu og til Íslands. Þegar við vorum að tékka okkur inn í flugið í einni af fjölmennustu (og hugsanlega stærstu og jafnvel menguðustu) borgum heims. Þá var okkur sagt að við þyrftum á einum stað að ná í töskurnar okkar. Höfðum gefið okkur góðan tíma. Vildum nefnilega ná því að anda aðeins á leiðinni. Ekki hafa þetta neitt stress. Sem var fínt plan. Bara verst hvernig það fór.
Við byrjuðum á því að standa við færiband í nokkuð langan tíma. Ekki komu töskurnar okkar. Við biðum þar til öll von var úti. Ekki komu töskurnar. Svo við komum okkur í farangurs afgreiðslu flugfélagsins. Svona í von og óvon. Við höfðum flogið frá einu landi og millilent. Svo við vorum ekkert endilega viss um að töskurnar hefðu fylgt okkur eftir. En þarna tók nýr höfuðverkur við. Málið var að fyrir framan okkur var ung kona. Greinilega að koma frá Afríku. Sem hafði ekki fengið töskurnar sínar. En vandamálið var að hún talaði enga ensku. Eða ekki mjög mikla. Eiginlega bara nokkur orð. En sá sem var í forsvari fyrir flugfélagið talaði hins vegar litla frönsku. Sem þessi frá afríku gerði hins vegar. Svo við lentum þarna í löngu samtali. Þar til allt í einu einhver kom í biðröðina sem talaði frönsku. Gat hjálpað. Þá kom í ljós að konan hafði flogið frá heimalandi sínu. Til Bandaríkjanna í gegnum New York. Var síðan komin á flugvölinn sem við vorum stödd á. En þegar hún fór í gegnum toll í New York. Þá hafði hún ekkert verið að taka töskurnar sínar. Hafði ekki búist við því að þurfa þess. Þess afríska prinsessa hafði bara hreinlega ekki látið sér detta í hug að slíkt þyrfti hún að hugsa um. En við þetta taut og tuð. Þá hafði sá tími sem við ætluðum að nota í afslöppun liðið. Við vorum orðin frekar svartsýn á þetta.
En ég mun ekki segja vont orð um Delta. Þeir höfðu nefnilega gert betur en innritunarborðið á upphafspunkti okkar gerði ráð fyrir. Farangurinn okkar hafði verið fluttur í Icelandair vélina án nokkurra vandkvæða. Skilaði sér allur og í fína lagi alla leið. En í dag er ég reyndar með farangur. Er nefnilega ekkert á ferðalagi á vegum vinnunnar. Heldur á leiðinni í frí. Dálítið furðulegt að sitja og sjá sólina koma upp aftur. Það er það sem magnað við að ferðast í þessa átt að vetri til.
Ummæli