Steikhús ferðin

Þetta steikhús var merkileg upplifun. Ekki vegna þess að maturinn var vondur. Langt í frá. Held að við feðgarnir höfum verið báðir jafn ánægðir með matinn. Heldur vegna þess að þarna inni var mesti hávaði sem ég hef upplifað á veitingastað. Eiginlaga svo mikil hávaði að við gátum ekki talað saman. Meira svona kallað saman. Svo ef þú ert að leita að veitingastað. Án samtala. Þá er þetta staðurinn.



Í þetta skipti tókum við leigubíl í báðar áttir. Hann fór á 20 dollara á veitingastaðinn. En ekki nema 15 til baka. Fyndið. En svona er þetta bara í New York. Líklega verið öllu meiri umferð í aðra áttina. Eða betri leigubílstjóri í á leiðinni til baka. En mikið svakalega verður maður saddur af svona steik. Sem var alvöru.



Það er nefnilega sem merkilegt. Að það er hvergi nema hérna í Bandaríkjunum sem ég fæ svona steik eins og þessa sem ég borðaði í kvöld. Svona lungamjúkan vöðva sem er rétt steiktur. Ekki of. Ekki of lítið. Nákvæmlega eins og ég bað um hann. Svo fengum við kaffi í kjölfarið. Vá eða úff. Ég verð að segja að þetta kaffi var sterkasti tvöfaldi expressó sem ég hef fengið um mína daga. Ef ég hefði ekki vaknað af þessu. Þá hefði ég líklega verið dauður. Sem er kannski einmitt það sem þarf í kjölfarið á svona steik eins og við fengum. Æðislegur matur. En ég verð samt að segja. Að ég hefði viljað fá stað þar sem við hefðum getað talað saman.

Ummæli

Vinsælar færslur